fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Óvenjulegt símtal til lögreglunnar frá sex ára dreng

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 11. maí 2019 20:30

Drengurinn fyrir framan lögreglubílinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudaginn fékk lögreglan í Tallahassee í Flórída óvenjulegt símtal. Á línunni var sex ára drengur, sem hafði hringt án þess að móðir hann vissi, til að segja lögreglunni að hann væri einmana og hvort lögreglumaðurinn, sem svaraði í símann, vildi ekki vera vinur hans.

Það var Joe White sem ræddi við drenginn. Hann útskýrði fyrir honum hvernig neyðarlínan virkar og að ekki mætti hringja í hana með erindi sem þetta. Hann ákvað einnig að fara og hitta drenginn að því er segir í umfjöllun ABC News og sagði honum auðvitað að hann vildi vera vinur hans.

Joe White og drengurinn.

White gaf honum tuskudýr, leyfði honum að sitja í lögreglubílnum og eyddi töluverðum tíma með honum. Þetta hefur að vonum vakið jákvæð viðbrögð á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum.

Talsmaður lögreglunnar í Tallahassee sagði að málið væri klassískt dæmi um að lögreglumenn séu manneskjur en ekki vélmenni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?