fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Pressan

Norður-Kóreumenn sendu Bandaríkjunum stóran reikning

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 26. apríl 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Norður-Kóreu fóru fram á það að Bandaríkjamenn myndu greiða sem nemur 250 milljónum króna vegna dvalar Otto Warmbier á sjúkrahúsi í Norður-Kóreu.

Otto var bandarískur háskólanemi sem var dæmdur til fimmtán ára erfiðisvinnu í landinu, eftir að hann stal skilti af hóteli í höfuðborginni Pyongyang. Hann var handtekinn á leið úr landi í ársbyrjun 2016 eftir fimm daga heimsókn til Norður-Kóreu.

Otto lést sumarið 2017 en hann var lagður inn á sjúkrahús skömmu eftir að dómur féll. Mál hans vakti mikla athygli og töldu ýmsir að hann hafi látist eftir skelfilega meðferð hjá norðurkóreskum yfirvöldum. Yfirvöld þar í landi sögðu að Otto hefði fengið sperðileitrun sem að lokum dró hann til dauða.

Yfirvöld í Norður-Kóreu féllust á það vorið 2017 að leyfa Otto að yfirgefa landið. Var hann fluttur meðvitundarlaus til Bandaríkjanna en ekki löngu eftir komuna þangað lést hann.

Áður en að þessu kom fóru yfirvöld í Norður-Kóreu fram á það að Bandaríkjamenn myndu greiða tvær milljónir dala vegna umönnunar Otto á sjúkrahúsi. Bandarísk sendinefnd er sögð hafa skrifað undir samkomulag um greiðsluna að beiðni Donalds Trump, Bandaríkjaforseta.

AP-fréttastofan greinir frá því að reikningurinn hafi legið, ógreiddur, hjá bandaríska fjármálaráðuneytinu. CNN segir að Bandaríkjamenn hafi ekki enn greitt reikninginn en ekki liggur fyrir hvort það standi til.

Í fréttum bandarískra fjölmiðla kemur fram að það sé skýr stefna yfirvalda að greiða ekki „lausnargjald“ fyrir bandaríska ríkisborgara sem haldið er í öðrum löndum. Faðir Otto, Fred Warmbier, hafði ekki heyrt af reikningnum en sagði að málið hljómaði allt eins og bandarísk yfirvöld hefðu samþykkt að greiða lausnargjald.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni