fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Pressan

Óskemmtileg upplifun eftir ferðalag til Íslands – Svona fékk hún hundinn sinn afhentan

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 25. apríl 2019 09:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin írska Kirsten Kinch upplifði heldur óskemmtilegt augnablik þegar hún sneri heim til Írlands eftir þriggja daga ferð til Íslands milli jóla og nýárs. Kirsten var stoltur eigandi Husky-hunds að nafni Nova, en hundinum var komið fyrir á hundahóteli í Dublin meðan á Íslandsferðinni stóð.

Kirsten hélt til Íslands ásamt fjölskyldu sinni þann 27. desember síðastliðinn og var markmið ferðalagsins að ná í örlitla slökun. Kirsten hélt aftur til Írlands þann 31. desember en þegar hún kom að sækja Nova á umrætt hundahótel, P&E Boarding Kennels and Cattery, var henni tilkynnt að Nova væri dáinn.

Innvortis blæðingar

Þetta væri í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema fyrir það að Kirsten er mjög ósátt við það hvernig hún fékk Nova aftur í hendurnar eftir dauða hans. Eins og meðfylgjandi mynd sýnir var búið að böggla honum saman, setja í svartan ruslapoka sem var svo búið að líma rækilega saman með límbandi. Þess má geta að Nova var 25 kíló.

Málið hefur vakið talsverða athygli í breskum fjölmiðlum og hafa nokkrir þeirra fjallað um málið.

Nova hafði glímt við ákveðinn heilsubrest áður en Kirsten fór til Íslands. Hann hafði þjáðst af ristilbólgu en Kirsten segir að hann hafi verið í sterameðferð sem hafi gengið vel. Áður en hún fór til Íslands hafi ekkert bent til þess að Nova væri veikur heldur hafi hann verið hinn hraustasti. Þegar Kirsten sótti Nova var henni tilkynnt að innvortis blæðingar hefðu dregið hann til dauða.

Trúði ekki meðferðinni

Eðlilega átti Kirsten bágt með að trúa þessu enda hafði dýralæknir skoðað hann nokkrum dögum áður og gefið honum heilbrigðisvottorð, ef svo má segja. Hún hélt að einhver mistök hefðu átt sér stað þegar starfsfólk hundahótelsins leyfði henni að sjá Nova, enda trúði hún varla þessari meðferð á hundinum.

„Það var greinilegt að samúðin og umhyggjan var lítil sem engin eftir að hann dó. Það var skelfilegt að þurfa að bera hann út í bíl með þessum hætti,“ segir hún. Hún fór með Nova til dýralæknis sem staðfesti með lestri á örflögu að þetta væri hundurinn hennar.

Tilmæli frá dýralækni tekin alvarlega

Kirsten fjallaði fyrst um málið á Facebook-síðu sinni þar sem hún birti umræddar myndir. Færslan vakti mikla athygli og reiði margra.

Paddy Cullen, einn af forsvarsmönnum umrædds hundahótels, segir við Metro að starfsfólk hundahótelsins hafi fengið líflátshótanir eftir að Kirsten birti færsluna. Paddy segir að þegar starfsfólk kom að Nova einn morguninn hafi hún legið dáin í blóðpolli.

„Ég hringdi í dýralækni sem sagði mér að vefja honum vandlega inn til að forðast útbreiðslu hugsanlegrar sýkingar. Hvað annað gátum við gert? Við óttuðumst hugsanlega parvóveirusýkingu,“ segir Paddy en það er smitsjúkdómur sem getur verið býsna skæður og lagst á hjarta og meltingarveg hunda. „Okkur var sagt að innsigla pokann þannig að ekkert kæmist út úr honum,“ segir Paddy og bætir við að Nova hafi verið of stór til að hann kæmist í frystiskáp sem er á hótelinu. Þessi tilmæli dýralæknisins hafi verið tekin alvarlega.

„Síðan hún setti þetta á Facebook höfum við fengið ekkert nema haturspósta og líflátshótanir frá fólki sem segist ætla að kveikja í húsinu okkar,“ segir Paddy. Eftir að færslan birtist var blásið til undirskriftasöfnunar þess efnis að loka ætti umræddu hóteli. Þrjú þúsund undirskriftir bárust á fyrstu fimm klukkustundum.

Kirsten segist ekki hafa fengið neina afsökunarbeiðni eða útskýringu frá forsvarsmönnum hundahótelsins. „Nova var einstakur hundur og skilur eftir skarð sem ómögulegt verður að fylla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni