fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Pressan

Rebecca mætti ekki í skólann – Hefur verið saknað í 16 daga

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 2. mars 2019 08:00

Rebecca Reusch. Mynd:Lögreglan í Berlín.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í rúmlega hálfan mánuð hafa Berlínarbúa velt fyrir sér hvað hafi orðið af Rebecca Reusch. Hún er 15 ára og hvarf þann 13. febrúar frá heimili sínu í Neukölln hverfinu. Hún átti að vera í skóla þennan dag en mætti ekki. Skólayfirvöld höfðu þá samband við foreldra hennar og tilkynntu fjarveru hennar.

Það var systir hennar sem sá hana síðast. Það var þegar hún fór að heiman til vinnu. Þá var Rebecca sofandi í herberginu sínu en stjúpbróðir þeirra var einnig heima. Því fóru böndin að beinast að honum og hvort hann hefði verið viðriðinn hvarf Rebecca.

Lögreglan tilkynnti á fimmtudaginn að einn hefði verið handtekinn vegna málsins og sé sá grunaður um morð. Bild segir að það sé stjúpbróðirinn sem hafi verið handtekinn. Bild segir að stjúpbróðirinn hafi sagt að hann hafi komið heim úr samkvæmi klukkan 05.45 og hafi litið inn til Rebecca klukkan 8.30 en þá hafi hún verið horfin.

Lögreglan hafði yfirheyrt hann margoft en nú virðist eitthvað hafa komið fram sem varð til þess að hann var handtekinn.

Lögreglan vinnur út frá þeirri kenningu að Rebecca hafi verið myrt en útilokar ekki að hún sé á lífi því lík hennar hefur ekki fundist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það eru fleiri bakteríur á vettlingunum þínum en klósettsetu

Það eru fleiri bakteríur á vettlingunum þínum en klósettsetu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór á stefnumót – Við tók áralangur hryllingur – Að lokum kom óhugnanlegur sannleikurinn í ljós

Fór á stefnumót – Við tók áralangur hryllingur – Að lokum kom óhugnanlegur sannleikurinn í ljós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gafst upp á hrotum kærastans og skaut hann

Gafst upp á hrotum kærastans og skaut hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég var dáinn í sjö mínútur“ – „Þetta sá ég hinum megin“

„Ég var dáinn í sjö mínútur“ – „Þetta sá ég hinum megin“