fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Skipuleggja stór mótmæli í Lundúnum í aðdraganda Brexti

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. febrúar 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðstu dagana áður en Bretar ganga úr Evrópusambandinu, sem á að vera þann 29. mars að öllu óbreyttu, verður efnt til mikilla mótmæla í Lundúnum til að leggja eins mikill þrýsting og hægt er á stjórnmálamenn. Það eru andstæðingar Brexit sem standa fyrir mótmælunum.

The Guardian segir að mótmæli hafi til dæmis verið boðuð þann 23. mars. Theresa May, forsætisráðherra, hefur sagt að Bretar muni yfirgefa ESB á umsömdum tíma þrátt fyrir að samningar hafi ekki náðst um útgönguna en breska þingið felldi samning hennar við ESB þar um.

Skipuleggjendur mótmælanna, sem hafa fengið nafnið Put It to the People, eru þverpólitískur hópur sem hafa áhyggjur af þeirri pólitík sem hefur verið rekin í tengslum við Brexit og vilja skipuleggendurnir forðast öngþveiti og ringulreið í tengslum við Brexit. Þingmenn úr öllum flokkum eru sagðir vera í hópnum.

Eitt af markmiðunum með mótmælunum er að þrýsta á um að samið verði við ESB um útgönguna og að breskur almenningur fái að greiða atkvæði um útgöngusamninginn.

Vaxandi þrýstingur er á May um að fresta Brexit enda óttast margir afleiðingarnar ef útgangan verður án samnings. Hún hefur þó hafnað þessu fram að þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?