fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

George W. Bush í nýju hlutverki – Sendist með pizzur

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. janúar 2019 05:59

George W. Bush fyrrum Bandaríkjaforseti og síðar pizzasendill að störfum. Ætli hann hafi fengið þjórfé?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

George W. Bush, fyrrum forseti Bandaríkjanna, brá sér í nýtt hlutverk á föstudaginn þegar hann tók að sér að sendast með pizzur. Þá birtist hann skyndilega með pizzustafla og færði leyniþjónustumönnunum sem gæta öryggis hans og eiginkonu hans, Laura W. Bush öllum stundum.

„Laura og ég erum starfsmönnum leyniþjónustunnar þakklát sem og þeim þúsundum starfsmanna alríkisins sem leggja hart að sér án þess að fá laun. Við þökkum einnig samlöndum okkar sem styðja þau.“

Skrifaði Bush á Instagram. Pizzaútdeiling hans til lífvarðanna hefur væntanlega verið hugsuð sem hvatning til Donald Trump, forseta, og demókrata í fulltrúadeildinni um að setjast niður og leysa deilurnar um fjármögnun starfsemi alríkisins og byggingu múrs á landamærunum við Mexíkó. Trump hefur sett það sem skilyrði, fyrir að hann samþykki fjárlög, að þingið veiti 5,7 milljörðum dollara til að reisa múr á landamærunum. Þetta þvertaka demókratar fyrir.

Starfssemi margra alríkisstofnana hefur því legið niðri frá 22. desember síðastliðnum og er þetta orðin lengsta stöðvun starfsemi alríkisins í sögunni. Um 800.000 opinberir starfsmenn, þar á meðal starfsmenn leyniþjónustunnar, fá ekki greidd laun á meðan forsetinn hefur ekki undirritað fjárlög.

„Það er kominn tími til að leiðtogar beggja fylkinga ýti pólitíkinni til hliðar, hittist og ljúki þessari lokun alríkisstofnana.“

Sagði Bush.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna