fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Níðingurinn gripinn glóðvolgur

Ritstjórn Pressunnar
Laugardaginn 12. janúar 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

44 ára karlmaður, Terence Hamblett, hefur verið dæmdur í tólf ára fangelsi í Bretlandi fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Terence þessi kom meðal annars upp földum myndavélum á salerni kaffihúss í þeim eina tilgangi að ná myndum af ungum drengjum.

Myndirnar sem sjást hér að ofan, þar sem Terence sést eiga við myndavélina, urðu meðal annars til þess að hann var sakfelldur fyrir brot sín. Átti lögregla ekki erfitt með að færa sönnur á það að hann hafi komið myndavélinni fyrir á umræddum stað.

Terence er fyrrverandi skátaforingi og fundust myndbönd af fjölda drengja á tölvu hans. Þetta voru ekki einu brotin sem hann var sakfelldur fyrir því rannsókn leiddi í ljós að hann hafði einnig reynt að sannfæra föður um að misnota þriggja ára son sinn kynferðislega. Þetta gerði Terence í gegnum spjallsíðu á netinu. Þá sigldi hann undir fölsku flaggi á netinu og freistaði þess að fá unga drengi til að stunda sjálfsfróun í gegnum netforritið Skype. Loks fannst mikið af barnaníðsefni í tölvu hans, eða yfir 900 ljósmyndir eða myndbönd.

Dómari vandaði Terence ekki kveðjurnar í dómsuppkvaðningunni.

„Það sem þú gerðir var ógeðslegt og hver einasta rétt þenkjandi manneskja fengi viðbjóð ef hún sæi efnið sem þú sóttist í,“ sagði dómarinn í málinu og bætti við að refsingin yrði að taka mið af gjörðum hans. Þá þyrfti dómurinn að senda skýr skilaboð til annarra einstaklinga í sömu hugleiðingum og hann.

Var niðurstaðan því tólf ára fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?