fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Pressan

Komu í veg fyrir hryðjuverk í Svíþjóð – „Ætluðu að drepa og særa“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. desember 2018 05:59

Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænska öryggislögreglan Säpo tilkynnti í gær að komið hefði verið í veg fyrir hryðjuverkaárás í Svíþjóð. Sex voru handteknir og hafa nú verið ákærðir fyrir að hafa ætlað að fremja hryðjuverk og styðja við hryðjuverkastarfsemi. Þeir höfðu safnað að sér miklu magni ýmissa efna, sem er hægt að nota til sprengjugerðar, og sent peninga til hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við Íslamska ríkið (IS).

Í fréttatilkynningu frá saksóknara kemur fram að þrír hafi verið ákærðir fyrir að hafa ætlað að búa til sprengjur með efnunum sem þeir höfðu viðað að sér. Ætlun þeirra hafi verið að „drepa og særa fólk“. Ef af árásinni hefði orðið hefði það haft alvarleg áhrif á Svíþjóð segir í fréttatilkynningunni. Sexmenningarnir eru allir ákærðir fyrir að hafa safnað peningum til handa IS.

Sexmenningarnir eru allir frá Úsbekistan og Kirgistan. Að minnsta kosti einn þeirra tengist Rakhmat Akilov sem afplánar nú lífstíðarfangelsisdóm í Svíþjóð fyrir hryðjuverkaárás í Stokkhólmi í apríl 2017 en þá drap hann fimm manns og særði 14 þegar hann ók flutningabíl á fótgangandi fólk í Drottningargötu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 1 viku

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik
Pressan
Fyrir 1 viku

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma