fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Pressan

40.000 voru skotnir til bana í Bandaríkjunum á síðasta ári – Mesti fjöldi í tæp 40 ár

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. desember 2018 06:03

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ári voru tæplega 40.000 manns skotnir til bana í Bandaríkjunum. Ekki hafa fleiri verið skotnir á einu ári þar í landi í tæp 40 ár. Þetta kemur fram í greiningum bandarísku sjúkdóma- og forvarnarmiðstöðvarinnar.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að 39.773 hafi verið skotnir til bana í Bandaríkjunum á síðasta ári. Þetta mikil aukning frá 1999 en þá voru 28.874 skotnir til bana og þótti flestum nóg um þá. Það verður að fara allt aftur til 1979 til að finna álíka tölur um fjölda fórnarlamba og á síðasta ári.

Tölurnar ná yfir morð, sjálfsvíg, slysaskot og mannfall í stríði. CNN segir að 23.854 hafi tekið eigið líf á síðasta ári með því að nota skotvopn.

Að meðaltali létu því 109 manns lífið á degi hverjum af völdum skotvopna segir Adelyn Allchin, formaður Educational Fund to Stop Gun Violence, og bætir við að hér sé um stórt samfélagsvandamál að ræða. Hún segir að skotvopn hafi alltof lengi verið stór hluti af hversdagslífi Bandaríkjamanna og kominn sé tími til að kjörnir leiðtogar þjóðarinnar taki höndum saman til að sporna gegn þessari óheillavænlegu þróun.

Það þarf kannski ekki að koma á óvart að hjá hinum gríðarlega áhrifamiklu hagsmunasamtökun National Rifle Association, NRA, eru menn ekki á sama máli og sjá ekkert tilefni til að herða vopnalöggjöfina þrátt fyrir þessar skelfilegu tölur.

Á Twitter skrifuðu samtökin að það væri ekki lausn á málinu að herða skotvopnalöggjöfina. Ef koma eigi í veg fyrir fleiri skelfileg ofbeldisverk verði stjórnmálamenn að hætta að skrímslavæða karla og konur í NRA og setja fram lausnir sem geta bjargað mannslífum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir að Bill Clinton hafi verið fastagestur á eyju Epsteins – Nýlega afhjúpuð gögn segja annað

Trump segir að Bill Clinton hafi verið fastagestur á eyju Epsteins – Nýlega afhjúpuð gögn segja annað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 1 viku

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 1 viku

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 1 viku

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna