fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Pressan

Skelfileg áhrif stera og eiturlyfja – Vaxtaræktarkona 20 árum eftir steranotkun – Myndir

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 11. október 2018 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gamla fréttin á Pressunni: Denise Rutkowski var nokkuð þekkt í vaxtaræktarheiminum á tíunda áratug síðustu aldar og landaði ýmsum verðlaunum. Þótti hún afar glæsileg. Það var ekkert leyndarmál að hún notaði stera til að svindla og styrkja líkama sinn. Árið 1994 flutti hún á heimaslóðir í Texas og hóf nám í biblíuskóla. Tveimur árum síðar ferðaðist hún um Bandaríkin til að predika. Þá spyrst ekki til Denise fyrr en árið 2012 er hún var handtekin. Þá kom í ljós að líf hennar hafði ekki verið neinn dans á rósum síðustu árin en eiturlyf og mikil steranotkun höfðu tekið sinn toll. Fjallað var um Denise á vaxtaræktarvefnum Spotmebro og samskiptamiðlinum Reddit.

 

Mynd tekin snemma á tíunda áratug síðustu aldar, líklega í kringum 1990

Steranotkun á Íslandi hefur aukist mikið og er áhyggjuefni. Algengt er að ungir menn noti stera til að verða stærri og „fallegri“. Vitað er að strákar niður í fermingaraldur hafi verið að prófa stera og segir Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ, að um vaxandi vandamál sé að ræða.

Mynd tekin í kringum 1993; á þessum tíma er talið að Denise hafi verið komin á fullt í sterana 

Á vef SÁÁ segir að undanfarin ár hafi nýr hópur steramisnotenda orðið áberandi: þeir sem nota sterana til að ná árangri í starfi. Um er að ræða dyraverði, lögreglumenn og þá sem sinna öryggisgæslu. Handrukkarar og fíkniefnasalar eru einnig sólgnir í stera. En það eru ekki bara karlmenn sem nota stera, það gera konur líka líkt og í tilfelli Denise. Stutt er síðan að viðtal við Ragnhildi Gyðu Magnúsdóttir vakti t athygli en hún sagðist nota stera skynsamlega.  Aukaverkanir af inntöku stera getu verið mjög alvarlegar, jafnvel dauði.

Mynd tekin af lögreglunni í kringum 2010 – Á myndinni er hún líkari karlmanni.

 

Mynd tekin seinna og Denise lítur mun betur út eftir að hafa reynt að ná tökum á fíkn sinni

Á vef Reddit var það sérstaklega tekið fram að Denise hafi ekki farið í kynskiptiaðgerð. Um sé að ræða áhrif stera- og eiturlyfjanotkunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni