fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Pressan

Telja að líf geti þrifist á plánetu nærri jörðinni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. júlí 2018 20:00

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasilískir vísindamenn telja að líf geti hugsanlega þrifist á plánetunni Ross 128b því þar sé hitastig með þeim hætti að fljótandi vatn geti verið þar. Vísindamennirnir hafa rannsakað þetta síðan plánetan fannst á síðasta ári. Talið er að plánetan sé úr föstum efnum og á „byggilegu“ svæði á braut um sólu sína.

Í tilkynningu frá brasilísku vísindamönnunum kemur fram að margt sé enn óljóst um plánetuna, til dæmis hvernig jarðfræðileg virkni sé þar. En þrátt fyrir þetta hafi tekist að styrkja rök fyrir að þar sé hitastig með þeim hætti að fljótandi vatn geti verið til staðar á yfirborðinu. Sól plánetunnar nefnist Ross 128 og er svokallaður rauður dvergur sem þýðir að hún er miklu minni og kaldari en sólin okkar.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í the Astrophysical Journal.

En þótt þessi niðurstaða liggi fyrir er ekki þar með sagt að við getum skotist til Ross 128b til að kanna málið því plánetan er í 11 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Með núverandi tækni tekur það okkur 191.251 ár að „skjótast“ þangað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni