fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Mörg hundruð börn eru geymd í búrum í „fangelsum“ bandaríska landamæraeftirlitsins

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. júní 2018 17:30

Úr flóttamannamiðstöð á vegum bandaríska innflytjendaeftirlitsins. Mynd:Bandaríska landamæralögreglan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung börn, sem hafa verið tekin frá foreldrum sínum, eru geymd í búrum í geymslum bandaríska landamæraeftirlitsins við landamærin að Mexíkó. Þetta segja fréttamenn sem fengu að skoða eina slíka geymslu. Landamæraeftirlitið tók nýlega upp á því að aðskilja börn frá foreldrum sínum ef þeir koma ólöglega yfir landamærin frá Mexíkó en þetta er gert að skipun ríkisstjórnar Donald Trump.

Landamæraeftirlitið hefur tekið ýmsar byggingar í notkun til að geyma börn í en þau eru tekin frá foreldrum sínum sem koma ólöglega yfir landamærin. Einnig eru þarna börn sem komu ein síns liðs til Bandaríkjanna. Fréttamönnum var leyft að heimsækja eina svona geymslu í suðurhluta Texas í kjölfar gagnrýni og mótmæla gegn stefnu Donald Trump í málaflokknum.

Í geymslunni, sem var áður vörugeymsla, var búið að koma upp sérstökum hólfum fyrir börn sem voru ein síns liðs, önnur voru fyrir fullorðna og enn önnur fyrir foreldra með börn.

Sky segir að samkvæmt frétt Associated Press þá séu ljós kveikt allan sólarhringinn og búrin, sem fólkið er látið vera í, opnist út í sameiginlegt rými þar sem færanleg klósett séu. Samkvæmt upplýsingum starfsfólks í byggingunni eru þar um 200 börn án foreldra sinna.

Engin leikföng eða bækur eru á staðnum og á myndum sem landamæraeftirlitið birti sjást börnin sitja vafin inn í teppi eins og fórnarlömb náttúruhamfara fá oft til afnota. Fréttamenn fengu ekki að taka viðtöl né myndir í heimsókninni.

Trump brást við gagnrýninni í færslu á Twitter og reyndi að réttlæta vinnuaðferðir landamæraeftirlitsins. Hann sagði að verstu glæpamenn heims væru að nota börn til að komast til Bandaríkjanna. Hann sagði að glæpum færi fjölgandi í Þýskalandi vegna mikils fjölda innflytjenda. Þá skammaði hann demókrata fyrir að vilja ekki styðja hann í að breyta innflytjendalögum.

Ekki er útilokað að Trump verði að bakka í þessu máli og gefa út forsetatilskipun um breytt vinnubrögð landamæraeftirlitsins vegna mikillar gagnrýni. Bæði demókratar og repúblikanar eru andsnúnir þessum vinnuaðferðum og auk þess hafa allar fyrrum forsetafrúr Bandaríkjanna, sem eru  á lífi, gagnrýnt þetta og segja þetta ómanneskjulega meðferð á fólki. Einnig hefur eiginkona Trump, Melania Trump, sagt að sér þyki erfitt að horfa upp á þetta.

Michelle Brane, forstjóri Women‘s Refugee Commission, sagðist hafa rætt við 16 ára barn sem er haldið í einni af þessum geymslum. Viðkomandi sagðist hafa þurft að kenna öðrum ungmennum að skipta um bleiur á litlum börnum þar sem þau þyrftu að hugsa um þau.

Peter Welch, þingmaður repúblikana, heimsótti eina svona geymslu og sagði í kjölfarið á Twitter að hann hefði séð búr full af börnum sem hafi setið á járnbekkjum og starað þögul út í loftið.

„Þetta er ekkert annað en fangelsi.“

Sagði hann.

Tæplega 2.000 börn hafa verið aðskilin frá foreldrum sínum síðan stjórn Trump tilkynnti um breytta stefnu í þessum málum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?