fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Pressan

Hótanir og skemmdarverk hafa gert út af við stóran hluta af félagslífi gyðinga í Svíþjóð

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 16. júní 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök gyðinga í Umeå í Svíþjóð hafa ákveðið að hætta starfsemi í bænum eftir að hafa þurft að þola hótanir og skemmdarverk í eitt og hálft ár. Þetta þýðir að nú eru engin samtök gyðinga starfandi í Svíþjóð norðan við Uppsala. Nú fer öll félagsstarfsemi gyðinga fram í syðsta þriðjungi landsins.

Kristeligt Dagblad skýrir frá þessu. Þar er haft eftir Aron Verständig, formanni miðstjórnar gyðinga í Svíþjóð, að þetta sé mikið áfall fyrir sænska gyðinga. Nú geti gyðingar í norðurhluta landsins ekki lengur sótt samkomur og félagsstarf á vegum gyðinga. Í suðurhlutanum þýði þetta að þar verði gyðingar að auka útgjöld til öryggismála.

Carinne Sjöberg, sem var formaður samtakanna í Umeå, segir að það hafi aðallega verið nasistar sem stóðu á bak við hótanirnar. Hún segir að skemmdarverk hafi verið unnin á húsnæði samtakanna, orðið „Hitler“ hafi verið málað á það og fólk hafi hengt andgyðingleg spjöld upp. Auk þess var hakakross málaður á húsið og ógnandi skilaboð á borð við: „við vitum hvað þið búið“.

Hún segir að fólk hafi óttast um öryggi barna sinna og sveitarfélagið hafi ekki viljað láta samtökunum annað húsnæði í té eftir þessar hremmingar og því hafi samtökin neyðst til að hætta starfsemi.

„Þetta er sorglegur ósigur, að nasistarnir fái að sigra.“

Í Malmö og Gautaborg hafa gyðingar einnig sætt ofbeldi, hótunum og skemmdarverkum. Í desember var bensínsprengjum kastað á bænahús gyðinga í Gautaborg. Hópur manna frá Miðausturlöndum er grunaður um það og á von á ákæru fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni