fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Pressan

Áströlsk amma dæmd til hengingar

Ritstjórn Pressunnar
Laugardaginn 26. maí 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmtíu og fjögurra ára gömul áströlsk kona, Maria Elvira Pinto Exposto, hefur verið dæmd til dauða fyrir fíkniefnasmygl í Malasíu. Maria þessi var tekin með rúmt kíló af metamfetamíni á alþjóðaflugvellinum í Kuala Lumpur árið 2014.

Maria var á leið frá Sjanghæ í Kína til Ástralíu þegar hún millilenti í Malasíu. Í desember síðastliðnum var hún sýknuð af brotinu en áfrýjunardómstóll hefur nú snúið þeim dómi við.

Dauðarefsingar eru löglegar í Malasíu og er þeim jafnan beitt þegar um er að ræða stór fíkniefnamál. Var Maria dæmd til hengingar.

Maria hélt því fram að hún hefði verið svikin á netinu af einstaklingi sem kallaði sig Daniel Smith. Smith þessi sagðist vera bandarískur liðsforingi og segir Maria að hann hafi biðlað til hennar að fara til Kína með pappíra. Á leiðinni til baka hafi vinur þessa Daniels látið hana hafa bakpoka og hún hafi verið grunlaus um að hann innihéldi fíkniefni.

Maria hefur einn möguleika til að áfrýja dómnum en ef sú áfrýjun ber ekki árangur verður Maria að öllum líkindum tekin af lífi. Þrír Ástralir hafa verið teknir af lífi í Malasíu fyrir fíkniefnabrot, allt karlmenn, en það gerðist síðast árið 1993.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni