fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Fór að sofa að kvöldi 3. nóvember árið 1998 og hefur ekki sést síðan

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 9. maí 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hann tók engin föt með sér og var ekki með neinn pening. Það er eins og hann hafi hreinlega gufað upp,“ segir Mary Ann Jones, móðir pilts sem hvarf sporlaust kvöld eitt fyrir 20 árum.

Það var að kvöldi 3. nóvember árið 1998 sem pilturinn, Kenneth, sem þá var 18 ára, lagðist til svefns á heimili sínu í Glenrothes í Skotlandi. Ekkert benti til þess að eitthvað óvenjulegt væri á seyði en þegar móðir hans vaknaði að morgni 4. nóvember var Kenneth horfinn. Þrátt fyrir mikla leit á sínum tíma fannst hann ekki og hefur raunar ekkert til hans spurst síðan.

Mary berst nú fyrir því að lögregla taki rannsókn málsins upp að nýju og lýsti hún þeirri skoðun sinni í samtali við breska fjölmiðla í vikunni að henni líði eins og mál sonar hennar hafi fallið í gleymskunnar dá.

Þegar fólk hverfur hefur lögregla oft einhverjar vísbendingar til að vinna eftir. En í þessu tilfelli hafði lögregla ekkert í höndunum. Eftir hvarf Kenneths seldi Mary Ann húsið enda leið henni illa í húsinu ein.

Mary Ann segist oft velta því fyrir sér hvernig sonur hennar, sem í dag væri 38 ára, myndi líta út og hvað hann væri að gera í lífinu. Hún segist meðvituð um að líklega komi hann ekki aftur heim en huggar sig þó við þá tilhugsun að hann sé einhversstaðar þarna úti, lífs eða liðinn.

Mary Ann sagði við The Daily Record að hún vildi að lögregla kafaði ofan í málið og aðstandendur þeirra sem hverfa sporlaust verði betur upplýstir um gang þeirra rannsókna sem fara í gang. „Ég veit að lögregla gerði allt sem hún gat en stundum líður mér eins og hann sé gleymdur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?