fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Matur

Svona velur maður fullkomið avókadó úti í búð

DV Matur
Laugardaginn 2. ágúst 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekkert lát á vinsældum avókadó í íslenskum eldhúsum og það sama gildir í raun um heiminn allt. En flestir kannast við að kaupa annað hvort steinharðan, eða yfirþroskaðan og brúnan ávöxt. Hvernig getur maður tryggt sér rétt þroskað avókadó í búðinni?

Hér eru nokkur einföld ráð sem virka

1. Liturinn segir mikið

Ef þú ert að versla Hass avókadó (hljómar illa en er algengasta tegundin á Íslandi) þá er liturinn oft góð vísbending. Óþroskað avókadó er grænt og glansandi. Þegar það verður dökkgrænt eða brúnleitt,  og aðeins matt á yfirborðinu, er það líklega tilbúið til átu. Varastu kolsvört avókadó með mjúkum blettum – þau gætu verið farin að skemmast.

2. Þrýstingsprófið

Þrýstu létt með þumalfingri nálægt toppnum. Ef ávöxturinn gefur örlítið eftir en heldur samt formi, þá er avókadóið  líklega fullkomið. Ef það er mjög hart þarf það nokkra daga. Ef það er mjúkt eins og smjör þá gæti það verið of seint.

Forðastu að kreista miðjuna fast, það getur valdið innri skemmdum, jafnvel þótt ávöxturinn hafi verið góðu lagi.

3. Athugaðu stilkinn

Ef stilkurinn efst er enn á ávextinum, prófaðu að fjarlægja hann. Ef liturinn undir er ljósgrænn þá er avókadóið líklega í toppstandi. Ef hann er dökkbrúnn eða svartur þar undir þá gæti það verið of þroskað.

4. Skipuleggðu fram í tímann

Ef þú ætlar ekki að borða avókadóið sama dag, þá getur verið sniðugt að kaupa það aðeins óþroskað og geyma í eldhúsinu í nokkra daga. Ef þú vilt flýta fyrir þroskaferlinu, settu það í bréfpoka með banana eða epli. Þau losa etýlen sem hraðar ferlinu.

5. Kauptu í skrefum

Þú getur líka keypt nokkur avókadó í mismunandi þroskastigi – eitt sem er tilbúið, eitt sem er alveg að verða tilbúið og annað sem á enn lengra í land. Þá ertu alltaf með ferskan ávöxt við hendina næstu daga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
19.04.2025

Eðlan sú allra besta

Eðlan sú allra besta
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“
Matur
27.02.2025

Bolluuppskrift hlaupadrottningarinnar – „Þessi fylling var himnesk“

Bolluuppskrift hlaupadrottningarinnar – „Þessi fylling var himnesk“
Matur
15.12.2024

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum
Matur
17.11.2024

Að tala við „Lækninn í eldhúsinu“ er eins og að eiga samtal við uppskriftabók

Að tala við „Lækninn í eldhúsinu“ er eins og að eiga samtal við uppskriftabók
Matur
10.09.2024

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir
Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði