fbpx
Laugardagur 25.mars 2023
Matur

Hin fullkomna súkkulaðikaka – bráðholl og syndsamlega góð

Sjöfn Þórðardóttir
Sunnudaginn 29. janúar 2023 14:28

Guðrún Ýr töfraði fram þessa dásamlegu og bráðhollu súkkulaðiköku sem er má segja að sé hin fullkomna janúar kaka. MYND/GUÐRÚN ÝR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er á ferðinni hin fullkomna janúar kaka, þar sem margir eru að sneiða hjá sykrinum eftir jólin, syndsamlega góð og líka svo falleg. Þessi hentar ótrúlega vel sem fyrsta afmæliskakan eða í afmælin þegar maður vill bjóða upp á köku en ekki uppfulla af sykri. Heiðurinn af þessari dásemd á Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir sem heldur úti heimasíðunni Döðlur og smjör.

Guðrún segir að þessi dásemd hafi slegið í gegn hjá fólki á öllum aldri á hennar heimili og það sé í raun synd að hún hafi ekki deilt uppskriftinni fyrr.

„Svo er krönsið svo gott ofan á að ég prófaði að gera það eitt og sér og vá hvað ég mæli með því í möffins form eða á plötu og skorið í bita. Fullkomið á svona eftirréttaplatta sem eru vinsælir núna, paraðir saman með til dæmis jarðarberjum, melónum og döðlum. Þá er gott að tvöfalda uppskriftina,“ segir Guðrún.

Við getum svo sannarlega mælt með þessari með helgarkaffinu.

Hin fullkomna súkkulaðikaka – Janúarkakan

10 döðlur

1 banani

3 egg

4 msk. kókosolía

½  dl kaffi

40 g kakó

65 g möndlumjöl

1 ½  tsk. lyftiduft

1 tsk. vanilludropar

Byrjið á því að stilla ofninn á 175°C. Steinhreinsið döðlurnar og setjið í blandara ásamt banana, eggjum, kókosolíu og kaffi, ef þið viljið sleppa kaffinu er gott að skipta því út fyrir mjólk/jurtamjólk, blandið vel saman. Hellið yfir í skál og blandið þurrefnunum og vanilludropum saman við. Smyrjið 20 sentimetra form með Pam spreyi og hellið deiginu í formið, bakið í 25-30 mínútur. Leyfið að kólna.

Ofan á

1 banani

2 msk. kókosolía

100 g Rjómasúkkulaði án viðbætts sykurs frá Nóa Síríus

2 dl Kelloggs Cornflakes

Byrjið á því að setja kökuna á disk. Skerið þá bananann í sneiðar og dreifið yfir kökuna. Blandið kókosolíu og súkkulaði saman í skál, bræðið í örbylgjuofni og hrærið vel saman. Hellið þá kornflexi saman við og hrærir aftur vel. Dreifið yfir kökuna. Gott er að bera kökuna fram strax eða geyma hana í kæli þangað til að hún er borin fram. Njótið vel.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 1 viku

Falinn demantur í hraunbreiðunni við Bláa Lónið

Falinn demantur í hraunbreiðunni við Bláa Lónið
Matur
Fyrir 2 vikum

Perur með gráðosti og pekanhnetum – Sjúklega góð samsetning

Perur með gráðosti og pekanhnetum – Sjúklega góð samsetning
Matur
Fyrir 3 vikum

Boðið upp á ævintýralegan matseðil með ítölsku ívafi á nýstárlegan hátt

Boðið upp á ævintýralegan matseðil með ítölsku ívafi á nýstárlegan hátt
Matur
Fyrir 3 vikum

Boðið upp á ævintýralegan matseðil með ítölsku ívafi á nýstárlegan hátt

Boðið upp á ævintýralegan matseðil með ítölsku ívafi á nýstárlegan hátt
Matur
Fyrir 3 vikum

Ljúffengur og bráðhollur bláberjahafragrautur úr smiðju Lindu Ben

Ljúffengur og bráðhollur bláberjahafragrautur úr smiðju Lindu Ben
Matur
24.02.2023

Nýir veitingastaðir opna á Keflavíkurflugvelli

Nýir veitingastaðir opna á Keflavíkurflugvelli
Matur
21.02.2023

Þessir veitingastaðir taka þátt í átakinu Út að borða með börnin

Þessir veitingastaðir taka þátt í átakinu Út að borða með börnin
Matur
21.02.2023

Lagar baunasúpuna að hætti ömmu sinnar í tilefni sprengidagsins

Lagar baunasúpuna að hætti ömmu sinnar í tilefni sprengidagsins