fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Matur

Gunnar kom, sá og sigraði með Kamut-súrdeigsbrauðinu – í keppninni um Brauð ársins

Sjöfn Þórðardóttir
Þriðjudaginn 10. janúar 2023 13:59

Gunnar Jökull Hjaltason hjá Mosfellsbakaríi kom, sá og sigraði í keppninni Brauð ársins 2023. MYND/AÐSEND.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Jökull Hjaltason hjá Mosfellsbakaríi kom, sá og sigraði í keppninni Brauð ársins 2023.

Landssamband bakarameistara stóð fyrir keppni um brauð ársins 2023 á síðasta ári. Alls bárust 17 brauðtegundir sem kepptu til úrslita í keppninni en dómnefnd var einróma í áliti sínu að kamút-súrdeigsbrauð Gunnars Jökuls Hjaltasonar, bakara hjá Mosfellsbakaríi, færi með sigur af hólmi.

Kamút-hveiti (Khorasanhveiti) er lífrænt heilmalað hveiti og einstaklega bragðgott þar sem það er smjörkennt með ögn hnetukeim. Hveitið er með hærra næringargildi en hefðbundið hveiti og um 20-40% hærra próteininnihald. Brauðið er því einstaklega bragðgott súrdeigsbrauð með chiafræjum og haframjöli.  Ekki er vitað nákvæmlega um uppruna kamút-eða Khorasanhveitis en sögur herma að hveititegundin hafi meðal annars fundist í grafhýsi Tutankhamun, konung Egypta sem uppi var á 14. öld fyrir Krist.

Brauð ársins 2023 er fer í sölu á fimmtudaginn næstkomandi hjá bakaríum Landssambands bakarameistara.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“