fbpx
Miðvikudagur 09.október 2024
Matur

Þetta eru vinsælustu veitingastaðir Reykjavíkur samkvæmt Tripadvisor – Nær allir bera erlent heiti 

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 10. júní 2023 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmargir ferðamenn nota vefinn Tripadvisor á ferðalögum sínum til að finna meðmæli með veitingastöðum, stöðum sem vert er að skoða og upplifunum, í þeirri borg eða landi sem þeir eru staddir hverju sinni.

Notendur geta gefið einkunnir og umsagnir og þannig raðast veitingastaðir og staðir upp í röð eftir einkunnunum. Það getur því skipt veitingastaði töluverðu máli að vera ofarlega á listanum og slæmar umsagnir, þó þær séu fáar, geta lækkað einkunnina verulega.

DV hefur í mörg ár fylgst með listanum þegar kemur að veitingastöðum borgarinnar. Í nóvember í fyrra tókum við saman lista yfir þá tíu besta og langaði okkur því að kanna svona þegar aðeins er liðið á þetta kuldalega sumar hvort staðirnir fyrir sjö mánuðum væru enn á topp tíu listanum. 

Svona leit listinn út 19. nóvember 2022:

  1. Arabian Taste – Laugavegi 87
  2. Mama Reykjavík – Laugavegi 2
  3. Lóa Restaurant – Laugavegi 95-99
  4. Reykjavík Kitchen – Rauðarárstíg 8
  5. Himalayan Spice – Geirsgata 3
  6. Old Iceland Restaurant – Laugavegi 72
  7. 101 Reykjavík Street Food – Skólavörðustígur 8
  8. Icelandic Street Food – Laugavegur 10
  9. Fiskfélagið – Vesturgötu 2a
  10. Fish & Co – Frakkastíg 25

Og svona lítur hann út í dag:

  1. Arabian Taste – Laugavegi 87 (heldur 1. sæti)
  2. Himalayan Spice – Geirsgata 3 (var í 5. sæti)
  3. Mama Reykjavík – Laugavegi 2 (var í 2. sæti)
  4. Reykjavík Kitchen – Rauðarárstíg 8 (heldur 4. sæti)
  5. Old Iceland Restaurant – Laugavegi 72 (var í 6. sæti)
  6.  Lóa Restaurant – Laugavegi 95-99 (var í 3. sæti)
  7.  Fiskfélagið – Vesturgötu 2a (var í 9. sæti)
  8.  101 Reykjavík Street Food – Skólavörðustígur 8 (var í 7. sæti)
  9. Fish & Co – Frakkastíg 25 (var í 10. sæti)
  10. Lamb Street Food – Grandagarður 7 (nýr á topp tíu)

Arabískur skyndibiti enn á toppnum

Veitingastaðurinn Arabian Taste, sem býður upp á sýrlenskan og arabískan skyndibita eins shawarma, falafel og döner-kebab, heldur toppsætinu. Staðurinn opnaði í ársbyrjun 2022 á Laugavegi 87 og hefur hann slegið í gegn bæði hjá erlendum ferðamönnum sem flestir fara um Laugaveginn og einnig hjá heimamönnum. Samandregið þykir maturinn vera afar bragðgóður, gerður úr gæðahráefnum og þá þykir verðlagið afar hagstætt.

Staðurinn er með 494 umsagnir, sem flestar gefa fimm stig. Nær umsagnir gefa staðnum hræðilega umsögn (e. terrible) og snýr önnur þeirra að því að viðkomandi fékk pöntunina rangt afgreidda og hin bendir á að um er að ræða skyndibitastað.Eigandi staðarins er duglegur að svara umsögnum og staðurinn þykir bjóða upp á góðan mat á góðu verði, vingjarnlegt starfsfólk og góða þjónustu.

Mynd: Tripadvisor

Besti maturinn fannst á nepölskum veitingastað

Í öðru sæti er nepalski veitingastaðurinn Himalayan Spice, sem opnaði árið 2018. Staðurinn er sá eini í höfuðborginni sem býður upp á nepalska matargerð og þar má meðal annars fá einn vinsælasta disk Nepals, Dumplings. Matseðillinn er fjölbreyttur og meðal annars hægt að fá lamb, tígrisrækjur, kjúkling, fisk og ýmsa grænmetisrétti, svo eitthvað sé upp talið. 464 umsagnir um staðinn eru flestar afar lofsamlegar og segir einn umsagnaraðili „besti maturinn í ferðinni.“

Mynd: Tripadvisor

Léleg einkunn sökum skorts á íslenskum matseðlum

Mama Reykjavík fellur niður um eitt sæti á listanum í þriðja sæti, en staðurinn opnaði í júní 2020 á Laugavegi 2. Staðurinn er vegan veitingstaður sem býður upp á súpur, salöt og ýmiss konar góðgæti. Mama Reykjavík heldur einnig tónleika, fyrirlestra og viðburði sem tengjast heilsu og andlegum málefnum. 132 umsagnir um staðinn eru nær allar jákvæðar, ein íslensk kona gefur staðnum lélega einkunn sökum þess að allir matseðlar og upplýsingar eru aðeins á ensku og spyr sig hvers heimamenn eigi að gjalda.

Mynd: Tripadvisor

Hefðbundinn íslenskur matur í fjórða sæti

Efsti veitingastaðurinn á lista sem býður upp á „fine dining“, er í fjórða sæti listans, Reykjavík Kitchen á Rauðarárstíg 8. Staðurinn sem er fjölskyldurekinn opnaði september 2018 og er að hluta í eigu sömu fjölskyldu og rekur Old Iceland sem er í 5. Sæti listans. Eins og nafnið bendir til þá býður staðurinn upp á hefðbundinn íslenskan mat og íslenskt hráefni. Á matseðlinum er kjötsúpa, sjávarréttarsúpa, þorskur, lax, lamb og naut svo aðeins fátt sé talið. Umsagnir eru 1195 og nær allar lofsamlegar. 

Mynd: Tripadvisor

Fáir fínni staðir á topp tíu listanum

Athygli vekur að það eru fáir fínni veitingastaðir (e fine dining) á topp tíu listanum, þeir eru aðeins fjórir sem flokkast þar undir: Reykjavík Kitchen, Old Iceland Restaurant, Lóa Restaurant og Fiskfélagið. Sumir myndu jafnvel segja að aðeins sá síðasttaldi falli í þann flokk. 

Einnig vekur athygli blaðamanns að aðeins einn staður á topp tíu listanum ber íslenskt nafn, Fiskfélagið. Lógó staðarins inniheldur þó bæði íslenska nafnið og þýðingu þess yfir á ensku. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
18.11.2023

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“
Matur
05.11.2023

Guðdómleg perubaka

Guðdómleg perubaka