fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Matur

Einn ástsælasti veitingastaður landsins opnar að nýju – viðskiptavinum sínum til mikillar gleði

Sjöfn Þórðardóttir
Mánudaginn 9. janúar 2023 15:22

Fegðarnir á veitingastaðnum Laug-Ási hafa ákveðið að opna að nýju en viðskiptavinir staðarins voru harmi slegnir þegar loka átti staðnum alfarið fyrir jól. MYND/AÐEND.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsmenn voru harmi slegnir þegar veitingastaðurinn Lauga-Ás tilkynnti fyrirhugaða lokun fyrir jól enda einn ástsælasti veitingastaður landsins og einnig einn sá elsti.

Viðskiptavinir voru kvaddir með pomp og prakt og feðgarnir þeir Ragnar Kr. Guðmundsson og Guðmundur Kristján Ragnarsson, ætluðu að fara á ný mið og láta þetta gott heita.

Þær fréttir voru hins vegar að berast að Lauga-Ás verði opnaður á ný í næstu viku. Í viðtali við Vísi segir Guðmundur frá því að viðbrögð almennings við lokun staðarins hafi komið þeim feðgum í opna skjöldu. Þeir hafi því snúið til baka

Staðurinn verður opnaður á ný í næstu viku og mun allur ágóði renna til Neistans – styrktarfélags hjartveikra barna.

Í framhaldinu stendur til að hafa staðinn opinn á miðvikudögum, fimmtudögum, föstudögum og svo hálfan laugardag.

Nú geta því fastagestir tekið gleðin sína ný og heimsótt uppáhalds veitingastaðinn sinn sem hefur verið fastur liður í lífi þeirra í áranna rás.

Hægt er að sjá tilkynning Neistans um opnunina hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum