fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Matur

Heimsþing bakara og kökugerðarmanna haldið á Íslandi

Sjöfn Þórðardóttir
Laugardaginn 10. september 2022 11:02

Heimsþing bakara og kökugerðarmanna verður haldið á Íslandi og er um að ræða stærsta viðburð sem haldinn hefur verið í bakarastéttinni á Íslandi. MYNDIR/AÐSENDAR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðasamtök bakara og kökugerðarmanna, UIBC – International Union of Bakers and Confectioners, halda heimsþing sitt á Íslandi og er um að ræða stærsta viðburð sem haldinn hefur verið í bakarastéttinni á Íslandi. Landssamband bakarameistara er þátttakandi í heimsþinginu.

Hluti af heimsþinginu auk fundarhalda verða heimsóknir í íslensk bakarí og fagskólann í Kópavogi. Á morgun laugardaginn 10. september verður efnt til galadinners á Grand Hótel þar sem heimsins bestu fagmenn verða heiðraðir. Tilkynnt verður um val á bakara ársins (UIBC World Baker of the Year 2022) og kökugerðarmanni ársins (UIBC World Confectioner of the Year 2022) sem eru æðstu viðurkenningar sem bökurum og kökugerðarmönnum getur hlotnast í heiminum. Verðlaunaafhendingin fer fram kl. 21.00 á Grand Hótel.

Innan alþjóðasamtakanna eru 300.000 bakarí og kökugerðir í 5 heimsálfum. Samtökin voru stofnuð 1931 í Búdapest í Ungverjalandi. Samtökin standa að fjölmörgum heimsmeistaramótum líkt og heimsmeistaramóti ungra bakara, heimsmeistaramóti ungra konditora, heimsmeistaramóti bakarameistara og heimsmeistaramóti konditormeistara. Auk þess veita samtökin framúrskarandi fagfólki viðurkenningar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“