fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Djúsí kjúklingaspjót og undurljúffengir rjómaostafylltir sveppir af betri gerðinni

Sjöfn Þórðardóttir
Mánudaginn 25. apríl 2022 10:28

Á góðum degi er fátt betra en grillaður kjúklingur og ljúffengir rjómaosta fylltir sveppir sem gleðja sælkerahjartað. Mynd/Berglind Hreiðars.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessa dagana er vor í lofti og þá finnst öllum svo gaman að grilla og njóta. Berglind Hreiðars köku- og matarbloggari hjá Gotterí og gersemar er komin á flug með grillið og veit fátt skemmtilegra en að grilla í góðu veðri. Hér eru á ferðinni kjúklingaspjót og undurljúffengir rjómaostafylltir sveppir með frönskum og kaldri sósu af betri gerðinni.

„Ég er alltaf að verða hrifnari af því að nota kjúklingalærakjöt í stað þess að nota bringur eða lundir því mér finnst það kjöt einfaldlega alltaf verða meira djúsí.“

Kjúklingaspjót og fylltir sveppir

Fyrir 4-5

Kjúklingaspjót

900 g úrbeinuð kjúklingalæri

100 ml Caj P grillolía – Honey

100 ml Caj P grillolía – Original

Skerið hvert kjúklingalæri í tvo hluta. Setjið kjúklinginn í skál og veltið upp úr grillolíunum og leyfið að marinerast í að minnsta kosti klukkustund (yfir nótt er líka í lagi). Þræðið upp á grillteina og grillið á vel heitu grilli í nokkrar mínútur á hvorri hlið þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.

Fylltir sveppir

10 meðalstórir sveppir

1 dós Philadelphia rjómaostur með hvítlauk og kryddjurtum.

Hunang og graslaukur yfir í lokin.

Takið stilkinn úr sveppunum og skafið aðeins innan úr þeim. Fyllið með rjómaosti og raðið á álpakka/eldfast mót sem má fara á grill (einnig má þetta fara í 200°C heitan ofn). Setjið á efri grindina á grillinu á meðan þið grillið kjúklinginn (í um 10 mínútur). Setjið smá hunang og saxaðan graslauk yfir áður en sveppirnir eru bornir fram.

Annað meðlæti

Sætkartöflufranskar (keyptar tilbúnar og eldaðar)

Heinz hvítlaukssósa (keypt tilbúin í flösku) eða önnur köld sósa af eigin vali.

*Hráefnið fæst í verslunum Bónus

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa