fbpx
Mánudagur 28.nóvember 2022
Matur

Íslenska jóla- matarhandverksdagatalið sem fullkomnar upplifun sælkerans

Sjöfn Þórðardóttir
Miðvikudaginn 9. nóvember 2022 22:58

Íslenska handverksmatardagatalið er jóladagatal sælkerans í ár. Fullorðnir fá líka að njóta. MYND/AÐSEND.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú styttist óðum í að eitt frumlegasta og ljúffengasta jóladagatalið í ár komi í sölu og verði afhent. Hér er á ferðinni Íslenska matarhandverksdagatalið sem nú verður fáanlegt í tveimur útgáfum. Heiðurinn af því eiga þær stöllur Hlédís Sveinsdóttir og Dóra en Dóra er oft kennd við veitingastaðinn Á næstu grösum og slow food-hreyfinguna á Íslandi en Hlédís er fyrrverandi formaður Beint frá býli og annar stofnandi Matarmarkaðarins í Hörpu.

Dagatalið inniheldur allt helsta sælkerameti sem íslenskir frumkvöðlar og smáframleiðendur hafa upp á að bjóða en eftir miklar vinsældir dagatalsins í fyrra var ákveðið að endurtaka leikinn og gleðja landsmenn með sælkeravörum í aðventunni.

„Jóladagatöl fyrir fullorðna eru að ryðja sér til rúms hér á landi og njóta æ meiri vinsælda. Við stöllur viljum meina að þetta sé hið fullkomna dagatal fyrir hina fullorðnu. Það styður við íslenska smáframleiðendur og það er ætt. Við erum líka með tvenns slags dagatöl núna. Jóladagatal með 24 gjöfum og aðventudagatal með fjórum gjöfum,“ segir Hlédís en viðtökurnar við dagatalinu í fyrra voru framar björtustu vonum.

„Allar vörur í dagatölunum eru unnar af ástríðu og natni af fólki og smáframleiðendum sem brennur fyrir sinni vöru. Það er saga á bak við hverja einustu vöru, eiginlega lítið ævintýri. Það má eiginlega segja að þetta sé dagatal með ætum ævintýrum þar sem matur og munúð eru í forgrunni. Við erum líka sérstaklega ánægðar með að geta boðið upp á aðventudagatalið með fjórum gjöfum til að mynda hentar það líka svo vel sem starfsmannagjafir og jafnvel vinagjafir.“

Hér er hægt nálgast Jóladagatalið:

Jóladagatalið inniheldur 24 gómsætar gjafir. Tilvalið að opna eina gjöf á hverjum degi desember fram að jólum. https://greidslusida.valitor.is/Tengill/zgc8ze

Aðventudagatalið inniheldur 4 gómsæta pakka. Tilvalið að opna einn og njóta á sunnudögum á aðventunni. Dagatölin eru einnig tilvalin í starfsmannagjafir, vinagjafir

https://greidslusida.valitor.is/Tengill/bfiigy

Inn á Facebook síðudagatalsins verður síðan sagt frá hverri vöru og framleiðanda á deginum sem það kemur úr pakkanum: https://www.facebook.com/profile.php?id=100076043326304

Skemmtilegasta er að koma á óvart og ljóstra ekki innihaldi dagatalsins og leyfa eigendum þeirra að njóta augnabliksins þegar opnað er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

HelgarmatseðillMatur
Fyrir 2 vikum

Eyþór býður upp á syndsamlega góðan sælkerahelgarmatseðil sem steinliggur

Eyþór býður upp á syndsamlega góðan sælkerahelgarmatseðil sem steinliggur
Matur
Fyrir 2 vikum

Nýkrýndir sigurvegara fyrir Eftirrétt ársins og Konfektmola ársins 2022

Nýkrýndir sigurvegara fyrir Eftirrétt ársins og Konfektmola ársins 2022
HelgarmatseðillMatur
28.10.2022

Berglind sviptir hulunni af sínum ómótstæðilega og ljúffenga helgarmatseðli

Berglind sviptir hulunni af sínum ómótstæðilega og ljúffenga helgarmatseðli
Matur
27.10.2022

Hrekkjavökukaka eins og þær gerast bestar – dásamlega mjúk súkkulaðikaka í hrekkjavökubúning

Hrekkjavökukaka eins og þær gerast bestar – dásamlega mjúk súkkulaðikaka í hrekkjavökubúning