fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Matur

Bókin persónuleg og endurspeglar mig sem bakara

Sjöfn Þórðardóttir
Laugardaginn 12. nóvember 2022 12:00

Elenora Rós Georgsdóttir bakari gaf út aðra bók sína á dögunum og fagnaði útgáfunni með sælkeraútgáfuteiti. Hér er hún með móður sinni Ragnhildi Ævarsdóttur sem hefur verið henni stóð og stytta gegnum allt ferlið. MYNDIR/AÐSENDAR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elenora Rós Georgsdóttir bakari hélt glæsilegt útgáfuteiti í síðustu viku þar sem hún fagnaði útgáfu bókarinnar Bakað meira með Elenoru Rós. Bókin er sjálfstætt framhald af bókinni hennar Bakað með Elenoru Rós sem endaði á metsölulista í fyrra. Elenora Rós hefur blómstrað í sínu fagi og vakið verðskuldaða athygli, ekki síst fyrir útgeislun sína og ástríðu á bakstri.

Að þessu sinni er bókin kökubók með fjöldann allan af spennandi uppskriftum í æsku Elenoru. „Þessi bók er eins per­sónu­leg og þær ger­ast. Mamma gaf mér all­ar æsku­ upp­skrifta­bæk­urn­ar mín­ar, handskrifaðar með fal­legu skrift­inni henn­ar og útataðar í slett­um og í þeim fann ég all­ar upp­skrift­irn­ar sem ég var staðráðin í að nota. Í bók­inni eru einnig keppn­is­upp­skrift­ir frá mér, upp­skrift­ir frá viðburðum sem ég hef haldið, upp­skrift­ir sem ég hef búið til fyr­ir próf og sankað að mér síðan ég byrjaði að læra. Hún end­ur­spegl­ar mig sem bak­ara al­veg frá barns­aldri og þangað til í dag, út­skrifaður bak­ari að gefa út bók í annað skipti. Það eru alls kon­ar sæt­ar sög­ur í bók­inni og lang­ur for­máli sem er mjög per­sónu­leg­ur og inni­leg­ur,“ segir Elenora Rós.

Hjartað mitt yfirflutt af þakklæti

Útgáfuteitið gekk glimrandi vel og gestirnir fengu að njóta kræsinga að hætti Elenoru. „Ég var búin að baka 6 uppskriftir upp úr bókinni og yfir hundrað bita af hverri uppskrift og það var varla neitt eftir. Vinsælast var Millionaires shortbraid sem ég bakaði fyrir veisluna en er jafnframt ein mín uppáhalds uppskrift. Salurinn var skreyttur á rómantískan og mjúkan hátt og inn í salinn streymdu allt fólkið sem mér þykir vænst um ásamt allskonar fólki sem meðal annars hefur fylgst með mér og bókaferlinu á Instagram. Ég endaði kvöldið með hjartað yfirfullt af þakklæti enda ekkert smá dýrmætt að fá að fagna svona áfanga með svona frábæru fólki.“

Þó svo að Elenora hafi gert þetta einu sinni áður segir hún ferlið kringum þessa hafi verið allt öðruvísi. „Þetta ferli var allt öðruvísi, í þetta skipti var og er ekkert samkomubann. Ég hef fengið að renna í gegnum bókina með öllu fólkinu mínu og átt dýrmætar stundir, ég fæ að árita bækur í eigin persónu og mæta á allskonar viðburði. Það er líka ofboðslega dýrmætt að fá traustið og tækifærið til að gera þetta aftur. Mér þykir líka einstaklega vænt um þessa bók. Ég hellti mér alla í hana og hún er einstaklega vönduð og persónuleg. Ég hélt einhvern veginn að fyrst ég væri búin að gera þetta áður að ég yrði ekki jafn spennt í þetta skiptið en svo var alls ekki raunin. Ég er alveg jafn spennt ef ekki spenntari en ég var í fyrra skiptið,“ segir Elenora Rós með bros á vör full tilhlökkunar fyrir aðventunni og jólabókagleðinni.

Hér fyrir neðan má fanga stemninguna í glæsilega útgáfuteitinu hennar Elenoru Rós þar sem sælkerabitarnir hennar og bakkelsi glöddu matarhjörtu gesta. Öll umgjörðin var í hennar anda og Elenora Rós var stórglæsileg í tilefni dagsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa