fbpx
Mánudagur 28.nóvember 2022
Matur

Aðventuaskjan frá Omnom sem slegist verður um

Sjöfn Þórðardóttir
Miðvikudaginn 5. október 2022 21:16

Aðventuaskjan frá Omnom í ár er einstaklega fallleg og stílhrein, svört með fallegri gyllingu. MYNDIR/OMNOM.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Súkkulaðigerðin Omnom er þekkt fyrir að gleðja súkkulaðiunnendur og þegar líður að jólum vex spennan hjá súkkulaðiunnendum sem bíða eftir aðventuöskjunni frægu sem slegist hefur verið um.

Það er ekki hægt að segja annað en að Omnom súkkulaðigerðin kunni svo sannarlega að gleðja súkkulaði- og jólaunnendur og kitla bragðlaukana með frumlegum og freistandi árstíðabundnum nýjungum sem njóta mikilla vinsælda og það er ekkert lát á því.

Nú hefur aðventuaskjan frá Omnom litið dagsins ljós sem slegist var um í fyrra líkt og endranær enda selst hún upp ávallt upp á mettíma. Omnom býður upp á fjórar ólíkar bragðupplifanir fyrir hvern sunnudag á aðventunni. Handgert gæðasúkkulaði góðgæti og býður upp ævintýraferðalag fyrir bragðlaukana.

Aðventuaskjan í ár er svört með fallegri gyllingu og er fullkomin viðbót við Winter Collection línuna sem söfnunargripur.

Hver og ein bragðupplifun kemur í glæsilegri og vandaðri tindós sem nýtur sín vel sem skraut á jólatrénu eða á fallegri aðventugrein. Advent Sundays er munaður fyrir bragðlaukana.

Í Advent Sundays gjafaöskjunni má finna:

Ristaðar möndlur hjúpaðar með dökku súkkulaði og þurrkuðum hindberjum.

Mokkasúkkulaði rúsínur sem legið hafa í rommi í fjóra mánuði.

Saltaðar möndlur hjúpaðar með karamellusúkkulaði.

Mjólkursúkkulaði húðaðar heslihnetur.

Aðventuaskja Omnom er til í mjög takmörkuðu upplagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

HelgarmatseðillMatur
Fyrir 2 vikum

Eyþór býður upp á syndsamlega góðan sælkerahelgarmatseðil sem steinliggur

Eyþór býður upp á syndsamlega góðan sælkerahelgarmatseðil sem steinliggur
Matur
Fyrir 2 vikum

Nýkrýndir sigurvegara fyrir Eftirrétt ársins og Konfektmola ársins 2022

Nýkrýndir sigurvegara fyrir Eftirrétt ársins og Konfektmola ársins 2022
Matur
20.10.2022

Ekkert lát á vinsældum laufabrauðsins

Ekkert lát á vinsældum laufabrauðsins
Matur
18.10.2022

Undursamlegur pastaréttur sem er hinn fullkomni kósí matur

Undursamlegur pastaréttur sem er hinn fullkomni kósí matur