fbpx
Mánudagur 28.nóvember 2022
Matur

Varúlfurinn ógurlegi í Svartaskógi er kominn aftur

Sjöfn Þórðardóttir
Föstudaginn 21. október 2022 11:08

Varúlfurinn í Svartaskógi sló í gegn í fyrir með sínu djúsi og ævintýraleGU brögðum sem koma bragðlaukunum á flug. MYND/AÐSEND.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrekkjavakan er framundan og nú eru allskonar skrímsli í allskonar sælkerabúningum farin að láta á sér bera. Súkkulaðigerðin- og ísbúð Omnom býður upp á ógurlegar kræsingar í ævintýralegum sælkerabúningi. Nú hefur Varúlfurinn í Svartaskógi snúið aftur sem er hrekkjavöku-ísdesert Omnom og sló rækilega í gegn í fyrra.

„Innblástur okkar kemur frá hinni margrómuðu súkkulaðitertu frá Svartaskógi í Þýskalandi sem alla jafna inniheldur súr og sæt kirsuber, djúsí súkkulaðikökubotn sem Kirsh líkjör er dreypt yfir, þeyttum vanillurjóma og rifnu dökku súkkulaði til skrauts. Okkar túlkun á bragðævintýrinu er mjúkur vanilluís, kirsuberjasúkkulaðisulta með ögn af balsamik ediki til að leika við bragðlaukana, mjúk súkkulaðibrownie úr Madagascar 66% súkkulaðinu okkar sem tónar sérstaklega vel við rauðu berin og balsamik edikið. Efsta lag ísréttarins er svo stökkur súkkulaðikexmulningur, toppaður með súkkulaðiskógi og súrsætu kirusberja-balsamiksýrópi. Þessi ísdesert er algjört ævintýri fyrir bragðlaukana sem aðeins Grimms-bræðurnir hefðu getað búið til,“ segir Kjartan Gíslason súkkulaðigerðarmaður hjá Omnom sem elskar að útbúa kræsingar með súkkulaði ívafi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

HelgarmatseðillMatur
Fyrir 2 vikum

Eyþór býður upp á syndsamlega góðan sælkerahelgarmatseðil sem steinliggur

Eyþór býður upp á syndsamlega góðan sælkerahelgarmatseðil sem steinliggur
Matur
Fyrir 2 vikum

Nýkrýndir sigurvegara fyrir Eftirrétt ársins og Konfektmola ársins 2022

Nýkrýndir sigurvegara fyrir Eftirrétt ársins og Konfektmola ársins 2022