fbpx
Sunnudagur 29.janúar 2023
Matur

Guðdómlega ljúffengar humarpylsur sem slá í gegn

Sjöfn Þórðardóttir
Fimmtudaginn 30. desember 2021 10:49

Guðdómlega ljúffengar humarpylsur úr smiðju Berglindar Hreiðars sem eiga eftir að slá í gegn í matarboðinu þínu./Ljósmyndir Berglind Hreiðars.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er kærkomið að fá sér sjávarfang allt kjötátið yfir hátíðarnar og hér er kominn þessi fullkomni réttur úr smiðju Berglindar Hreiðars matar- og ævintýrabloggara með meiru sem heldur úti síðunni Gotterí og gersemar. „Ég var upphaflega á leiðinni að gera allt aðra humarpælingu hingað inn fyrir ykkur en svona fór um sjóferð þá og hún mun bíða betri tíma. Það er samt alltaf skemmtilegast þegar uppskriftapælingar taka U-beygju og þá sérlega þegar þær enda í einhverri svona dúndurdásemd,“segir Berglind og er fullkomlega sátt við þessar glæsilegu humarsamloku sem hún kallar humarpylsu.

Humarpylsur

5 stykki

 • 5 pylsubrauð
 • Um 700 g skelflettur humar
 • 2 rifin hvítlauksrif
 • 1 msk. söxuð steinselja
 • Salt og pipar
 • Smjör til steikingar
 • Klettasalat
 • Graslaukur
 • Hvítlaukssósa (sjá uppskrift hér að neðan)
 1. Útbúið hvítlaukssósuna og geymið í kæli fram að notkun.
 2. Losið pylsubrauðin í sundur og steikið á báðum hliðum upp úr smjöri, leggið á disk.
 3. Bætið smjöri á pönnuna ásamt humri, hvítlauk, steinselju og kryddum, steikið stutta stund þar til humarinn er tilbúinn (fer að krullast upp).
 4. Smyrjið brauðið að innan með hvítlaukssósu, setjið þá klettasalat og humar ofan á, síðan meira af sósu og saxaðan graslauk.

Hvítlaukssósa

 • 150 g Hellmann‘s majónes
 • 50 g sýrður rjómi
 • 2 rifin hvítlauksrif
 • 1 msk. sítrónusafi
 • 1 msk. söxuð steinselja
 • 1 msk. hunang
 • Salt og pipar eftir smekk
 1. Pískið allt saman í skál og smakkið til með salti og pipar.

Berið fram á skemmtilegan og frumlegan hátt og njótið í botn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
19.12.2022

Nýjasta æðið á samfélagsmiðlum eru sælkera hátíðarhringir með jólalegu ívafi

Nýjasta æðið á samfélagsmiðlum eru sælkera hátíðarhringir með jólalegu ívafi
Matur
18.12.2022

Vegan laufabrauðin rjúka út eins og heitar lummur – seldust upp í fyrra

Vegan laufabrauðin rjúka út eins og heitar lummur – seldust upp í fyrra
Matur
12.12.2022

Lemon opnar nýjan stað í Hagkaup í Skeifunni

Lemon opnar nýjan stað í Hagkaup í Skeifunni
Matur
10.12.2022

Eldhúsgyðjan býður upp á Baskneska ostaköku frá Spáni

Eldhúsgyðjan býður upp á Baskneska ostaköku frá Spáni