fbpx
Fimmtudagur 20.janúar 2022
Matur

Tímamót í matargerðarlist á Tides á Edition hótelinu

Sjöfn Þórðardóttir
Laugardaginn 11. desember 2021 08:18

Gunnar Karl Gíslason, fyrsti Michelin-stjörnuhafi Íslendinga stýrir aðalveitingastað Reykjavík Edition-hótelsins sem ber nafnið Tides.„Ég er mjög spenntur að vera hluti af þessari nýju hótelopnun sem hefur verið beðið með svo mikilli eftirvæntingu í borginni,“ segir Gunnar Karl Gíslason./Ljósmyndir Reykjavík Edition Hótel.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Karl Gíslason, fyrsti Michelin-stjörnuhafi Íslendinga stýrir aðalveitingastað Reykjavík Edition-hótelsins sem ber nafnið Tides. Áhersla er lögð á sjávarfang sem og grillað kjöt og grænmetisrétti en flestir réttir eru eldaðir yfir opnum eldi.

„Ég er mjög spenntur að vera hluti af þessari nýju hótelopnun sem hefur verið beðið með svo mikilli eftirvæntingu í borginni,“ segir Gunnar Karl Gíslason. „Ég vona svo sannarlega að þetta verði tímamót í matargerðarlist í Reykjavík og ég er fullur eftirvæntingar fyrir hönd íslenskrar nútímamatargerðar sem fær að sanna sig á alþjóðavettvangi.“

Tides býður upp á það allra besta af náttúrulegu hráefni landsins. Gunnar Karl býður upp á nútímalega íslenska matargerð sem ber keim af hefðbundnum eldunaraðferðum með áherslu á árstíðabundnar íslenskar afurðir og hágæða alþjóðlegt hráefni . Á veitingastaðnum er allt kapp lagt á að bjóða upp á ferskar og sjálfbærar innlendar vörur úr næsta nágrenni. Fyrir þá sem koma til kvöldverðar tryggir Gunnar Karl að íslensk nútímamatargerð og menning einkenni allt sem hann framleiðir í eldhúsinu, parað saman við tilkomumikinn vínlista þar sem er að finna vín frá öllum heimshornum.

Tides er einnig morgunverðarstaður og kaffihús. Á morgunverðarborðinu er m.a. íslensk jógúrt og sætabrauð og boðið er upp á heita rétti sem hægt er að panta af matseðli. Fyrir þá sem liggur á eru Tides-kaffihúsið og -bakaríið samliggjandi veitingastaðnum og með inngang frá aðalgötunni. Þar er upplagt að fá sér heimaristað kaffi, lagað á staðnum. Ásamt þessu er úrval af munngæti sem auðvelt er að grípa með sér og ferskum samlokum sem og nýbökuðu sætabrauði í sjálfbærum, vistvænum umbúðum. Á kaffihúsinu er einnig hægt að fá gómsætar súrdeigs- eða rúgbrauðssamlokur og máltíðir sem hægt er að taka með sér eða borða á staðnum.

Fyrir áhugasama þá framreiðir Tides morgunverð frá klukkan 7.00 til 11.00, hádegisverð frá klukkan 12:00-15.00 og kvöldverð frá klukkan 18-22 á hverjum degi.
Setustofan og barinn eru opin alla daga frá 12 hádegi til 23:00. Kaffihúsið er opið alla daga vikunnar frá klukkan 6.00 á morgnana til 17.00 síðdegis. Það má með sanni segja þessi fjölbreytni og framúrskarandi þjónusta í matargerð sé kærkomin í matar- og menningarflóru í hjarta borgarinnar, Reykjavík.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 3 vikum

Gómsætar villibráðarkræsingar fyrir áramótahelgina að hætti landsliðskokksins

Gómsætar villibráðarkræsingar fyrir áramótahelgina að hætti landsliðskokksins
Matur
Fyrir 3 vikum

Sjöfn heimsækir Berglindi í sjóhúsið og Hákon á hótelið

Sjöfn heimsækir Berglindi í sjóhúsið og Hákon á hótelið
Matur
Fyrir 3 vikum

Tæplega helmingur Íslendinga borðar hamborgarhrygg í kvöld

Tæplega helmingur Íslendinga borðar hamborgarhrygg í kvöld
Matur
Fyrir 3 vikum

Listin að brúna kartöflur

Listin að brúna kartöflur
Matur
18.12.2021

Sjúklega gott ávaxtasalat með jólakeim – steinliggur með reyktu hátíðarsteikinni

Sjúklega gott ávaxtasalat með jólakeim – steinliggur með reyktu hátíðarsteikinni
Matur
18.12.2021

Tvær trylltar sósur – Fullkomin sósa með kalkúninum og Wellington

Tvær trylltar sósur – Fullkomin sósa með kalkúninum og Wellington
Matur
08.12.2021

Ein vinsælasta jólagjöfin hjá fyrirtækjum til starfsmanna

Ein vinsælasta jólagjöfin hjá fyrirtækjum til starfsmanna
Matur
07.12.2021

Svona fægir þú silfrið fyrir jólin – heimagerður og umhverfisvænn fægilögur

Svona fægir þú silfrið fyrir jólin – heimagerður og umhverfisvænn fægilögur