fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
Matur

Fullkomnar í jólabrönsinn og bráðna í munni

Sjöfn Þórðardóttir
Sunnudaginn 21. nóvember 2021 12:01

Pönnukökur með piparkökukaramellu og pekanthnetum með krókant eru fullkomnar í jólabrönsinn./Ljósmyndir Valgerður Gréta Guðmundsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þið elskið pönnukökur og karamellu þá er þessi uppskrift sú rétta fyrir ykkur. Hér er að ferðinni ómótstæðilega góð uppskrift af pönnukökum með piparkökukaramellu og pekanhnetu krókant sem bráðnar í munni og er fullkomin í jólabrönsinn. Þessi stenst enginn pönnuköku og karamellu aðdáandi og svo er það bragðið af jólunum sem kemur með piparkeimnum og pekanhnetunum. Valgerður Gréta Guðmundsdóttir hjá Gulur, rauður, grænn og salt á heiðurinn af þessari syndsamlegu uppskrift og býður okkur að njóta. Valgerður er iðin við að bjóða uppá sælkerakræsingar sem gleðja matarhjartað.

Valgerður Gréta er iðin að bjóða uppá sælkerakræsingar sem bráðna í munni og gleðja sælkerahjartað.

„Þetta er líklega eitt það allra rosalegasta sem hefur komið úr mínu eldhúsi. Það er best að gera karamelluna fyrst og hana má gera með góðum fyrirvara. Eins er pekanhnetu krókantið eitthvað sem geymist vel og hægt gera með góðum fyrirvara líka. Þessar pönnukökur eru dásamlegar á jólabröns borðið en eru einnig frábær eftirréttur. Þá væri afbragð að bera fram ís eða rjóma með þeim,“segir Valgerður Gréta sem sjálf er mikill sælkeri og elska kræsingar eins og þessar pönnukökur.

Karamellan ber áberandi bragð af piparkökum og pekanhneturnar passa fullkomlega saman við. Í pönnukökunum eru malaðir hafrar sem gefa þeim einstakt bragð sem og grísk jógúrt sem gerir þær extra mjúkar. Það er vissulega hægt að bera hvað sem er með fram með þeim en nákvæmlega þessi samsetning er algjörlega fullkomin að mati Valgerðar Grétu.

Þessar bráðna í munni og gleðja sælkerahjartað.

Pönnukökudeigið

1 bolli hafrahveiti (haframjöl sett í blandara og malað þar til fínt)

¼  bolli hveiti

1 tsk. lyftiduft

½  tsk. matarsódi

½  tsk. sjávarsalt

3 msk. sykur

2 stór egg við stofuhita

1 bolli grísk jógúrt hrein frá Örnu

1 msk. nýmjólk frá Örnu

2 tsk. vanilludropar

  1. Malið hafrana og setjið í skál ásamt öðrum þurrefnum.
  2. Setjið gríska jógúrt, eggin, og vanilludropana saman við og hrærið þar til kekkjalaust. Látið deigið bíða í nokkrar mínútur og bætið þá 1 matskeið af nýmjólk saman við. Leyfið deiginu aðeins að standa en það þykknar við það.
  3. Bakið pönnukökurnar við meðalhita og raðið þeim á grind á meðan þið bakið úr restinni af deiginu. Raðið á disk og berið fram með piparkökukaramellunni og pekanhnetu krókanti.

Piparkökukaramella

200 g sykur

90 g smjör í bitum

½  bolli rjómi frá Örnu

2 tsk. kanill

1 tsk negull

1/2 tsk. engifer

Sjávarsalt á hnífsoddi

Bræðið sykur við vægan hita. Þegar allur sykurinn er bráðinn og kominn gylltur litur á hann bætið smjörinu út í, hrærið rösklega og blandið rjómanum út í. Hrærið saman þar til karamellan er samfelld. Bætið kryddum út í ásamt salti og hrærið vel. Setjið í hreinar krukkur, það er alveg tilvalið að nota krukkurnar undan haustjógúrtinni undir karamelluna.

Pekanhnetu krókant

100 g sykur

1 msk. vatn

100 g pekanhnetur

Setjið sykurinn og vatn á pönnu og bræðið. Þegar sykurinn er farinn að gyllast blandið hnetunum saman við og veltið þeim upp úr bræddum sykrinum. Veltið þeim vel og vandlega og gætið þess að þær séu vel húðaðar. Setjið bökunarpappír á disk og hellið hnetunum út á pappírínn. Dreifið úr þeim eins og hægt er og kælið. Saxið þær niður í þá stærð sem þið kjósið og berið fram með pönnukökunum. Ég mæli einnig með að geyma restina í lokuðu boxi og setja út á ís t.d.

 

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 2 vikum

Vegan laufabrauðin rjúka út fyrir jólin

Vegan laufabrauðin rjúka út fyrir jólin
Matur
Fyrir 2 vikum

Tides Café hefur opnað á The Reykjavík EDITION

Tides Café hefur opnað á The Reykjavík EDITION
Matur
Fyrir 3 vikum

We took them in the bakarí tók gullið á alþjóðlegri bjórhátíð

We took them in the bakarí tók gullið á alþjóðlegri bjórhátíð
Matur
Fyrir 3 vikum

Hin fullkomna tvenna – stökkar sætkartöflufranskar og chilli majó

Hin fullkomna tvenna – stökkar sætkartöflufranskar og chilli majó
Matur
03.07.2021

Þetta eru tíu bestu veitingastaðirnir í Reykjavík samkvæmt notendum Tripadvisor

Þetta eru tíu bestu veitingastaðirnir í Reykjavík samkvæmt notendum Tripadvisor
Matur
01.07.2021

Forstjóri grípur til varna á Matartips eftir að hraunað er yfir fyrirtækið hans – „Svona gerir Krónan ekki“

Forstjóri grípur til varna á Matartips eftir að hraunað er yfir fyrirtækið hans – „Svona gerir Krónan ekki“