fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
Matur

Vegan laufabrauðin rjúka út fyrir jólin

Sjöfn Þórðardóttir
Föstudaginn 19. nóvember 2021 15:32

Linda Ýr Stefánsdóttir, verslunarstjóri hjá Veganbúðinni með vegan laufabrauð frá Gæðabakstri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegan laufabrauð hafa verið vinsæl síðan þau komu á markað hjá Gæðabakstri í byrjun nóvember og rjúka út eins og heitar lummur. Vegan laufabrauðin seldust meira að segja upp hjá Veganbúðinni í fyrra.

,,Nú er íslenska vegan samfélaginu að fjölga gífurlega hratt og vöruþróun eltir eftir því. Það er svo ótrúlega gott að fólk geti verið partur af jákvæðri þróun án þess að þurfa að fórna því sem þeim þykir gott og því er ég virkilega glöð að Gæðabakstri hafi tekist svona vel að steikja laufabrauð án dýraafurða,“ segir Linda Ýr Stefánsdóttir, verslunarstjóri hjá Veganbúðinni.

,,Hátíðir hafa alltaf snúist mikið um hefðir og þó að það eigi sér stað lífsstílsbreytingar hjá fólki eða vitundarvakning um velferð dýra þá eru hefðir grænkerum ekki síður mikilvægar.
Ég varð vegan dýranna vegna fyrir um fjórum árum en þykir þó ákaflega vænt um þær jólahefðir sem ég ólst upp með, partur af því er til dæmis að borða hangikjöt og laufabrauð á aðfangadag. Ég hlakka allavega til að njóta hangirúllu frá Jömm og vegan laufabrauðs frá Gæðabakstri þessi jól og er ekki ein um það þar sem laufabrauðin seldust upp hjá okkur í Veganbúðinni seinustu jól og eru aftur farin að rjúka út núna strax í nóvember,“ segir Linda ennfremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 2 vikum

Helgarkokteillinn í aðdraganda aðventunnar steinliggur

Helgarkokteillinn í aðdraganda aðventunnar steinliggur
Matur
Fyrir 2 vikum

Tides Café hefur opnað á The Reykjavík EDITION

Tides Café hefur opnað á The Reykjavík EDITION
Matur
Fyrir 3 vikum

We took them in the bakarí tók gullið á alþjóðlegri bjórhátíð

We took them in the bakarí tók gullið á alþjóðlegri bjórhátíð
Matur
Fyrir 3 vikum

Hin fullkomna tvenna – stökkar sætkartöflufranskar og chilli majó

Hin fullkomna tvenna – stökkar sætkartöflufranskar og chilli majó
Matur
03.07.2021

Þetta eru tíu bestu veitingastaðirnir í Reykjavík samkvæmt notendum Tripadvisor

Þetta eru tíu bestu veitingastaðirnir í Reykjavík samkvæmt notendum Tripadvisor
Matur
01.07.2021

Forstjóri grípur til varna á Matartips eftir að hraunað er yfir fyrirtækið hans – „Svona gerir Krónan ekki“

Forstjóri grípur til varna á Matartips eftir að hraunað er yfir fyrirtækið hans – „Svona gerir Krónan ekki“