fbpx
Þriðjudagur 19.janúar 2021
Matur

Oreo-brownie sem setur matarboðið á hliðina

Tobba Marinósdóttir
Sunnudaginn 20. september 2020 16:30

Mynd: Una Guðmundsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Una Guðmunds deilir hér uppskriftum að súkkulaðibombu sem gera helgina að dísætum draumi. Er ekki tilvalið að henda sér í bakstur?

Brownie með Oreo kexkökum

250 g smjör
3,5 dl sykur
2 dl kakó
4 tsk. vanillusykur
4 egg
3 dl hveiti
1 pakki Oreo kex

Stillið ofninn á 180 gráður við undir- og yfirhita. Smjörið brætt í potti og leyft að eins að kólna, passið að það sé ekki sjóðandi heitt.
Sykri, kakó, vanillusykri og eggjum bætt út í pottinn og hrært saman. Loks er hveiti sigtað saman við og hrært vel í blöndunni. Gott er að smyrja ferkantað form að innan og hella deiginu ofan í.

Áður en kakan er sett í ofninn er Oreo kexkökum stungið ofan í deigið.Bakað við 180 gráður í um það bil 20-22 mínútur (kakan á að vera dálítið blaut þegar hún er tekin út), kakan er látin kólna í forminu.

Fallegt er að skera svo kökuna í minni bita, skreyta með berjum og jafnvel að sigta smá flórsykur yfir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
12.12.2020

Þetta borðar Birgitta Haukdal á venjulegum degi

Þetta borðar Birgitta Haukdal á venjulegum degi
Matur
11.12.2020

Jóladöðlugott sem tryllir bragðlaukana

Jóladöðlugott sem tryllir bragðlaukana
Matur
05.12.2020

Bismark-brownies tryllingur að hætti Unu

Bismark-brownies tryllingur að hætti Unu
Matur
05.12.2020

Þetta borðar Völundur Snær á venjulegum degi

Þetta borðar Völundur Snær á venjulegum degi
Matur
28.11.2020

Truflaðar vegan súkkulaðitrufflur sem bráðna í munni

Truflaðar vegan súkkulaðitrufflur sem bráðna í munni
Matur
25.11.2020

Gómsæt þakkargjörðarmáltíð – Fylltir kalkúnaleggir, sætar kartöflur og trönuberjasulta

Gómsæt þakkargjörðarmáltíð – Fylltir kalkúnaleggir, sætar kartöflur og trönuberjasulta