fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Karamelluostakaka og Spaghetti carbonara – fullkomið matarboð

Tobba Marinósdóttir
Föstudaginn 10. júlí 2020 18:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matgæðingurinn Una Guðmundsdóttir á unabakstur.is hvetur lesendur til að bjóða í matarboð um helgina með þessum skotheldu uppskriftum.

Ananas- og karamelluostakaka

Hér er uppskrift að ferskri og sumarlegri ostaköku sem klárast án efa enda er karamellusósan algjört lostæti.

260 g Maryland-kex
30 g smjör
200 ml rjómi
170 g rjómaostur
2 tsk. vanilludropar
4-5 sneiðar ferskur ananas

Byrjið á því að mylja niður Maryland­kex í matvinnsluvél, bræðið saman smjör í potti og hrærið kexblöndunni saman við áður en þetta er allt sett saman í form.

Þeytið rjóma vel.
Hrærið rjómaostinn sér svo að hann verði léttur og kekkjalaus. Blandið honum varlega saman við rjómann og  vanilludropana.

Skerið niður þrjár sneiðar af ferskum ananas í fremur litla bita. Setjið þá saman við rjómaostablönduna og þeytið varlega í um 1 mínútu.
Hellið blöndunni yfir kexið í forminu.

Karamellusósa
80 g Dumle-karamellur
20 g smjör

Bræðið saman smjör og Dumlekaramellur í potti við vægan hita.
Leyfið karamellunni aðeins að kólna áður en hún er sett yfir kökuna.
Skreytið með ferskum ananas.

 

Spaghetti carbonara

Spaghetti carbonara hefur alltaf verið einn af mínum uppáhalds pastaréttum.
Ég hef gjarnan lent í vandræðum með að finna góða ljósa pastasósu en þessi er hins vegar einföld í framkvæmd og smakkast alltaf jafn vel. Fá hráefni og tiltölulega fljótgerður réttur.

400 g spaghetti
200 g beikonstrimlar
2 stk. hvítlauksrif
3 stk. egg
100 g parmaesanostur
Salt og pipar
Steinseljubúnt

Byrjið á því að sjóða spaghetti í vatni og olíu og gætið þess að salta vatnið vel.
Steikið saman á pönnu beikonstrimla og pressuð hvítlauksrif. Þeytið saman egg og rífið niður parmesanostinn í skál, saltið og piprið eftir smekk.

Þegar pastað er soðið er 1 dl af vatninu tekinn til hliðar áður en það er sigtað og sett á pönnu ásamt beikonblöndunni.
Steikið svo spaghettiblönduna og beikon­ og hvítlauksblönduna við vægan hita, slökkvið á hellunni og
blandið eggjablöndunni saman við og hrærið vel saman.
Þá er ekkert eftir nema að bera réttinn fram og finnst mér gott að strá bæði smá parmesanosti yfir og steinselju.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa