fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Matur

Bestu brönsstaðir borgarinnar – Þessir þykja skara fram úr

Tobba Marinósdóttir
Laugardaginn 27. júní 2020 07:30

Bentu á þann sem að þér þykir bestur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brönsmenningin nær sífellt hærri hæðum. Íslendingar hafa svo sannarlega tekið þessari bandarísku hefð opnum örmum. Almennt er skilgreiningin á bröns málsverður sem samanstendur af blöndu af morgun- og hádegisverði með áfengum drykk. Sunnudagshefð sem margir vilja tileinka sér enda hljómar hún mun menningarlegri en síróps- og beikonsukk með áfengum djús!

DV leitaði til nokkurra vel valinna álitsgjafa með fínstillta bragðlauka til að fá skorið úr um hvaða staðir þykja skara fram úr.

Mynd: Facebooksíða Coocoo’s Nest

The Coocoo’s Nest

„Minn uppáhaldsbrönsstaður er Coocoo’s Nest. Ótrúlega hugguleg aðstaða, lítil og kósý og andrúmsloftið er gott. Morgunverðarvefjan er mitt „go to“ og ég mæli 100% með henni fyrir þá sem elska mexíkóskt!“

„Alltaf best að heimsækja Coocoo’s Nest á Granda og Luna Flórens. Stórkostlegur, ferskur og lífrænn matur í bland við yndislegt umhverfi og góða þjónustu. Borða alltaf yfir mig þar, en líður samt undantekningarlaust vel eftir matinn á þessum dásamlega demanti í Vesturbænum.“

 

Mynd: Facebooksíða Snaps

Snaps 

„Kannski of klassískt val en Snaps er einfaldlega langbestur þegar kemur að bröns. Maturinn, hönnunin á staðnum og andrúmsloftið upp á 10. Sé aldrei neinn í vondu skapi á Snaps.“

„Snaps kemur fyrst upp í hugann, finnst geggjaðir brönsréttir þar. Ég fæ mér yfirleitt Avocado Toast á Snaps, það er guðdómlegt, geggjað brauð og hleypt egg… Þarf að segja meira?“

„Með vinum mínum elska ég að fara á Snaps, þar er smjörið ekki sparað við eldun á eggjum og stemningin alltaf góð – maður hittir alltaf einhvern sem maður þekkir. – Í stærri hópum eða með fjölskyldu er þægilegt að fara á brönshlaðborð á Spírunni. Heiðarlegur matur, gott andrúmsloft og fínt verð. – Stundum stelst ég einn á Kaffivagninn. Þar er gott að sitja og lesa blaðið, borða egg og beikon og fá sér svo randalínu (það sem sumir kalla lagköku) með kaffinu á eftir. Ég elska að hverfa aftur til gamalla tíma með því að fara á Kaffivagninn.
Snaps“

 

Mynd: Facebooksíða Spíran

Spíran Garðheimum

„Spíran er uppáhalds, svona „casual“. Þar getur maður farið með öllum vinahópnum, þar sem fólk getur alltaf fundið eitthvað við sitt hæfi. Hollusta og hrein fæða er áberandi. Andrúmsloftið er gott og lítið barnahorn, þar sem börnin geta leikið sér á meðan maður fær sér kaffi og brownie.“

 

 

Mathús Garðarbæjar 

„Notalegt og þægilegt umhverfi til að koma og fá hágæðamat á góðu verði, færð allt sem hugurinn girnist og ekki má gleyma eftirréttaborðinu. Mathús Garðabæjar á að vera fyrsta val hjá öllum þegar kemur að því að velja sér brönsstað.“

 

Grái kötturinn 

„Trukkurinn á Gráa kettinum er geggjaður. Egg og beikon, þykk brauðsneið, kartöflur, maukaðir tómatar og pönnukökur með sírópi. Heldur manni söddum út vikuna!“

 

 

Álitsgjafar
Selma Björnsdóttir, leikstjóri og söngkona
Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikkona
Lovísa Thompson, handboltakona
Jóhann Laxdal, knattspyrnumaður
Atli Sigurjónsson, knattspyrnumaður
Bergrún Íris Sævarsdóttir, rithöfundur
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, knattspyrnukona
Berglind Hreiðarsdóttir, matgæðingur á gotteri.is
Sigurður Gunnarsson, útvarpsmaður á K100

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa