fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Matur

KETÓ kjötbollur með kúrbítspasta sem trylla elskhugann

Tobba Marinósdóttir
Mánudaginn 18. maí 2020 20:30

Stórkostlegar bollur sem má vel frysta. Mynd: Tobba Marinós

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessar kjötbollur eru í miklu uppáhaldi á mínu heimili. Ég hendi oft í kúrbítspasta með til að seðja kolvetnisfíknina á hollan máta og kjafnvel gallharðir pastaunnendur eins og eiginmaður minn kvarta ekkert.

Bollur:
500 g gott nautahakk

3 msk. rifinn parmesanostur
3 msk. möndlumjöl
3-4 msk. söxuð basilíka
1 msk. ítalskt krydd
1 tsk cajun bbg krydd frá Pottagöldrum eða annað kjötkrydd
2 egg (hrærð létt með gafli)
½ hvítlaukur pressaður
Salt og pipar eftir smekk
Olía til steikingar 

Sósa
2 dósir hakkaðir tómatar
4 msk tómatpúrra
2 hvítlauksrif
1 msk ítlaskt krydd
1 msk fersk basilíka
4 msk rjómaostur
salt og pipar eftir smekk 

 

Meðlæti
1 stór Kúrbítur
Parmesan til að toppa

 

  1. Bollur
    Setjið öll hráefnin í bollurnar í skál og vinnið vel saman með höndunum.
    Mótið bollur og steikið upp úr olíu svo þær fái stökka áferð og eldist í gegn.
    Setjiðbollurnar til hliðar.

    2. Sósa.
    Steikið hvítlaukinn í 2 mínútur upp úr olíu.
    Bætið því næst öllum hinum innihaldsefnunum saman við og látið malla í 15-20 mínútur.

Bætið bollunum út í heita sósuna, toppið með ferskum parmesan og basil og berið fram með kúrbítsspagetti.

Kúrbítspasta er bara kúrbítur sem „yddaður“ er með þar til gerðum spíral sem fæst t.d. í rúmfó og kokku. Munið bara að þerra strimlana og kreista úr þeim mesta vatnið og salta aðeins. Og já ekki elda það neitt – kúrbíturinn er bestur hrár! Þú trúir því ekki fyrr en þú smakkar!

 

Kúrbíturinn leynir á sér!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
19.04.2025

Eðlan sú allra besta

Eðlan sú allra besta
Matur
18.04.2025

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa
Matur
27.02.2025

Bolluuppskrift hlaupadrottningarinnar – „Þessi fylling var himnesk“

Bolluuppskrift hlaupadrottningarinnar – „Þessi fylling var himnesk“
Matur
05.02.2025

„Það vantar meiri kærleik!“

„Það vantar meiri kærleik!“
Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði
Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival