fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Matur

Fær kennslu í kokteilagerð á leynibarnum

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 1. nóvember 2020 18:00

Ivan Svanur kokteilbarþjónn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ivan Svanur Corvasce barþjónn og annar af stofnendum Kokteilaskólans verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Matur & Heimili á mánudagskvöld, á Hringbraut.

Hver vill ekki kunna að gera ljúffenga kokteila til að bjóða uppá í fordrykk í matarboðinu eða jafnvel para saman með mat. Í kjallaranum á veitingastaðnum Snaps er leynibar sem ekki allir hafa séð og þar eru nokkur vel geymd leyndarmál. Má þar nefna starfsemi Kokteilaskólanns þar sem Ivan Svanur Corvasce barþjónn með meiru kennir helstu leyni trixin við kokteilagerð. Sjöfn Þórðar heimsækir Ivan Svan og fær kennslu á barnum. Ívan Svanur er annar stofnenda Kokteilaskólans og hefur unun af því að kenna áhugasömum að búa til ljúfenga kokteila sem töfra gestina upp úr skónum.

„Hugmyndin að námskeiðinu kviknaði eftir að ég fór að gera kennslumyndbönd á Instagram síðu Rvk Cocktails þegar samkomubannið skall á síðasta vor. Þá voru náttúrlega ekki mikið um veislur og viðburði svo ég fór að deila ókeypis kokteilaráðgjöf í formi auðveldra kennslumyndbanda.“

„Þetta snýst um að kenna þátttakendum að gera kokteila og sýna fólki að þetta þarf ekki að vera flókið. Með smá leiðsögn ætti hver sem er að geta gert góðan kokteil sem hægt er að vera stoltur af,“ segir Ivan Svanur sem hefur unnið á fremstu kokteilbörum landsins og unnið til fjölda verðlauna fyrir störf sín hérlendis sem erlendis. Á námskeiðinu er hver og einn með öll helstu bartólin og hráefni á sinni barstöð og nú reynir á Sjöfn að leika listir sínar á barnum undir leiðsögn Ivans Svans. Það skemmtilega við marga kokteila er að það er hægt að para þá saman með mat og njóta eftirminnilegar matarupplifunnar.

Missið ekki af áhugaverðri kennslu á barnum og himneskum kokteilum sem hægt er að para saman með mat.

Þátturinn Matur & Heimili er á dagskrá öll mánudagskvöld klukkan 20.30 á Hringbreut. Þátturinn er að jafnan ferskur, fjölbreyttur og með persónulegum blæ.

Bókanir fara fram á Facebook síðu Kokteilaskólans eða á Instagram síðunni @RvkCocktails.

Myndbönd og uppskriftir af spennandi kokteilum má enn nálgast í highlights á Instagram síðu Rvk Cocktails.

Heimasíðunna má finna hér – rvkcocktails.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa