Una Guðmunds deilir hér uppskriftum að súkkulaðibombu sem gera helgina að dísætum draumi. Er ekki tilvalið að henda sér í bakstur?
Brownie með Oreo kexkökum
250 g smjör
3,5 dl sykur
2 dl kakó
4 tsk. vanillusykur
4 egg
3 dl hveiti
1 pakki Oreo kex
Stillið ofninn á 180 gráður við undir- og yfirhita. Smjörið brætt í potti og leyft að eins að kólna, passið að það sé ekki sjóðandi heitt.
Sykri, kakó, vanillusykri og eggjum bætt út í pottinn og hrært saman. Loks er hveiti sigtað saman við og hrært vel í blöndunni. Gott er að smyrja ferkantað form að innan og hella deiginu ofan í.
Áður en kakan er sett í ofninn er Oreo kexkökum stungið ofan í deigið.Bakað við 180 gráður í um það bil 20-22 mínútur (kakan á að vera dálítið blaut þegar hún er tekin út), kakan er látin kólna í forminu.
Fallegt er að skera svo kökuna í minni bita, skreyta með berjum og jafnvel að sigta smá flórsykur yfir