fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Matur

Djöfulleg súkkulaðibomba með vanillurjóma

Tobba Marinósdóttir
Föstudaginn 15. maí 2020 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klassísk bomba frá Unu Guðmunds á Unabakar.is

Djöfulleg súkkulaðibomba með vanillurjóma

200 ml heitt vatn
6 msk. kakó, passið að sigta kakóið
100 g púðursykur
130 g smjör, mjúkt
100 g sykur
3 egg
220 g hveiti
½ tsk. lyftiduft
½ tsk. matarsódi
3 tsk. vanilludropar

Ofn hitaður í 180 gráður og 20-25 cm bökunarform húðað vel að innan með annað hvort PAM-úða eða smjörlíki.
Kakói og púðursykri blandað saman við heita vatnið. Smjör og sykur hrært saman þar til blandan verður ljós og létt í sér.
Þá er eggjunum bætt saman við  blönduna og öllu hrært vel saman. Því næst er restinni af þurrefnunum bætt út í.
Að lokum er vatninu sem búið var að blanda með sykri og kakói bætt út í og deiginu blandað vel saman.
Deiginu er svo hellt í bökunarform og botninn bakaður við 200 gráður í um 30-35 mínútur.
Passið að botninn kólni alveg áður en rjóminn er settur ofan á.

Vanillurjómi
1 peli rjómi, þeyttur
1 vanillustöng, skafið kornin úr og blandið saman við rjómann.

Smyrjið rjómanum á kökubotninn og skreytið með fallegum og góðum ávöxtum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa