fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Matur

Ofureinföld ketó súkkulaðikaka: „Ég kom sjálfri mér eiginlega á óvart með þessari“

Ketóhornið
Þriðjudaginn 17. mars 2020 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég ákvað að henda í súkkulaðiköku í morgunsárið til að hvetja unglingana fram úr í heimakennsluna og það virkaði. Þessi kaka er virkilega góð og ég kom sjálfri mér eiginlega á óvart með þessari.

Kakan er mjög fljótleg og einföld og æði með þeyttum rjóma. Nú er loksins er hægt að fá sykurlausa súkkulaðidropa á Íslandi hjá lowcarb.is og því fannst mér tilvalið að prófa þá í þessa æðislegu köku. Þar sem ég held úti samfélagsmiðlum helguðum ketó mataræðinu þá hef ég fengið vörur frá lowcarb.is að gjöf til að prófa, þar á meðal þessa súkkulaðidropa. Ég er því í samstarfi við þann aðila með ketóvænar vörur.

Súkkulaðikaka ala hallabb

Hráefni:

1 bolli möndlumjöl
1/3 bolli kakó (ég nota Siríus)
1/3 bolli sykur (ég nota golden monkfruit)
1 tsk. lyftiduft
1/2 tsk. bleikt salt
1/3 bolli brætt smjör
2 egg
1 tsk. vanilludropar
1/4 bolli grísk jógúrt
1/2 bolli súkkulaðidropar (mæli með Good Dees)

Aðferð:

Ofninn hitaður í 175°C. Öllum hráefnum hrært saman og bakað í smurðu formi, sirka 22×28 sentímetrar að stærð, í 20 mínútur.

Endilega fylgið mér á Instagram þar sem ég dúndra reglulega inn uppskriftum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
18.04.2025

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa
Matur
17.04.2025

Rjómaostakúla með pekan og trönuberjum

Rjómaostakúla með pekan og trönuberjum
Matur
05.02.2025

„Það vantar meiri kærleik!“

„Það vantar meiri kærleik!“
Matur
23.01.2025

Nýr bóndadagsís frá Skúbb í samstarfi við Helvítis Kokkinn

Nýr bóndadagsís frá Skúbb í samstarfi við Helvítis Kokkinn
Matur
13.11.2024

Brauðtertunni fagnað með Íslandsmótsverðlaunahöfum og veglegri uppskriftabók

Brauðtertunni fagnað með Íslandsmótsverðlaunahöfum og veglegri uppskriftabók
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins