fbpx
Þriðjudagur 15.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

DV gleður lesendur

Til að eiga möguleika á að hreppa hnossið þarf að vera vinur okkar á Facebook.
Skoða vinninga hér
Matur

Ævar Austfjörð fagnar því að hafa borðað yfir tonn af kjöti síðustu 770 daga

DV Matur
Fimmtudaginn 26. september 2019 10:00

Ævar Austfjörð

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ævar Austfjörð hefur vakið mikla athygli fyrir óvenjulegar matarvenjur sínar, en hann borðar einungis kjöt í öll mál.  Hann fagnar rúmlega tveggja ára afmæli sínu á fæðinu á Facebook.

„Í dag hef ég fylgt þessu fæði í 2 ár, 1 mánuð og 10 daga eða 770 daga. Ég borða að meðaltali 1,3 kg á dag,“ segir Ævar og reiknar út hversu mikið kjöt hann hefur borðað.

„Ég hef því borðað eitt þúsund og eitt kíló af kjöti á þessum tíma. Samkvæmt ráðleggingum Landlæknis hefði ekki verið ráðlegt að borða meira en 55 kg.“

Ævar hefur oft rætt opinberlega um mataræði sitt í fjölmiðlum og heldur úti Facebook-hópnum Iceland Carnivore Tribe-Kjötætur.

Þar deilir hann færslunni og svarar þar spurningum hópmeðlima.

Ævar segist borða aðeins dýraafurðir. „Kjöt, fisk, egg, ost, smjör eða aðrar mjólkurvörur. En svona 98 prósent er rautt kjöt. Naut og lamb […] Engar plöntur, nema kaffi,“ segir hann.

Hann virðist ekki hafa miklar áhyggjur af kolefnisspori mataræði síns og heldur því fram að hann sé búinn að minnka sína losun um 30 prósent.

„Það má reikna með að ég sé búinn að minnka mína losun um 30 prósent vegna mataræðisins. En samt mest af því að ég þarf ekki lengur að nota 3 lyf af 4.“

Sjá einnig: Samanburður á kolefnisspori máltíða vekur athygli: „Þetta er í alvöru alger sturlun“

Kokkurinn Ágúst Már Garðarsson og umhverfisverkfræðingurinn Sigurður Loftur Thorlacius prufukeyrðu hugbúnað fyrr á árinu sem mælir kolefnisspor hverrar máltíðar í mötuneyti fyrirtækisins.

Ágúst sagði, í samtali við Vísi, nautakjötið vera „lang, lang mest sjokkerandi“ en sagði einnig fólk bregða við að sjá kolefnissporin sem annað kjöt skilur eftir sig miðað við grænmetisrétti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 vikum

Hélt að wasabi væri avókadó – Endaði með „brostið hjarta“ heilkenni

Hélt að wasabi væri avókadó – Endaði með „brostið hjarta“ heilkenni
Matur
Fyrir 2 vikum

Steinunn segir vinnandi konur vera ástæðuna fyrir offitu ungra Íslendinga

Steinunn segir vinnandi konur vera ástæðuna fyrir offitu ungra Íslendinga
Matur
Fyrir 3 vikum

Svona undirbýr hún hádegismat og kvöldmat fyrir sjö manna fjölskyldu

Svona undirbýr hún hádegismat og kvöldmat fyrir sjö manna fjölskyldu
Matur
Fyrir 3 vikum

Dýrmætur afskurður skilinn eftir í verslunum: „Auðvitað er það ekki æskilegt að fólk sé að reyna greiða minna fyrir vörurnar“

Dýrmætur afskurður skilinn eftir í verslunum: „Auðvitað er það ekki æskilegt að fólk sé að reyna greiða minna fyrir vörurnar“