fbpx
Miðvikudagur 26.júní 2019
Matur

YouTube stjarna sem gaf heimilislausum manni tannkremsfyllt Oreo dæmd í 15 mánaða fangelsi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 4. júní 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi YouTube stjarna hefur verið dæmd í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hafa gefið heimilislausum manni Oreo kex sem var fyllt með tannkremi. Hann var dæmdur fyrir að brjóta gegn siðferðilegri friðhelgi mannsins. Atvikið átti sér stað í Barcelona.

Kanghua Ren var nítján ára þegar hann tók „áskorun“ á YouTube og skipti út venjulegu kremfyllingunni á Oreo fyrir tannkrem. Hann gaf síðan heimilislausum manni, Gheorge L., kexið ásamt um 2700 krónum. Gheorge ældi eftir að hafa borðað kökuna og sagði við spænska dagblaðið El Pais að hann „hafi aldrei þurft að þola eins slæma framkomu þegar hann hefur búið götunni.“

Síðastliðinn föstudag ákváðu dómstólar í Barcelona að Kanghua Ren ætti að loka öllum samfélagsmiðlum sínum, þar á meðal YouTube rás sinni, og dæmdu hann til fimmtán mánaða fangelsisvistar. Það er þó ólíklegt að hann muni dvelja einn dag í fangelsi þar sem að þetta er hans fyrsta brot og ekki ofbeldisbrot. Hann á að borga fórnarlambi sínu tæplega 2,8 milljónir krónur.

Myndbandið vakti hörð viðbrögð þegar Kanghua Ren deildi því fyrst á YouTube með 1,2 milljón fylgjendum sínum. Vegna neikvæðu viðbragðanna fór hann aftur til Gheroge L., heimilislausa mannsins, og bauð honum aðrar 2700 krónur. Hann bauð síðan dóttur Gheorge rúmlega 41 þúsund krónur fyrir að kæra hann ekki. Times greinir frá.

Við réttarhöldin sagði Kanghua: „Ég geri hluti til að sýnast. Fólk er hrifið af því sem er sjúklegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Langbesta ketó brauðið – Nokkur hráefni og málið er dautt

Langbesta ketó brauðið – Nokkur hráefni og málið er dautt
Matur
Fyrir 1 viku

Vildi köku með mynd af Mariah Carey – Það sem hún fékk kom henni í opna skjöldu: „Þeir misskildu það“

Vildi köku með mynd af Mariah Carey – Það sem hún fékk kom henni í opna skjöldu: „Þeir misskildu það“
Matur
Fyrir 2 vikum

Skortur á Nutella yfirvofandi

Skortur á Nutella yfirvofandi
Matur
Fyrir 2 vikum

Þetta er ástæðan fyrir því að þú léttist ekki á ketó mataræðinu

Þetta er ástæðan fyrir því að þú léttist ekki á ketó mataræðinu
Matur
Fyrir 3 vikum

Þetta er mataræðið sem á að vera betra en ketó

Þetta er mataræðið sem á að vera betra en ketó
Matur
Fyrir 3 vikum

Pítsa endist lengur inni í ísskáp en þú heldur – Bara ekki gera þessi mistök

Pítsa endist lengur inni í ísskáp en þú heldur – Bara ekki gera þessi mistök