fbpx
Þriðjudagur 03.október 2023
Matur

Eplabaka á fimm mínútum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 25. apríl 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áttu von á gestum í dag og gleymdir þú kannski að huga að bakkelsi með kaffinu? Ekki örvænta og skelltu í nokkrar sykursætar eplabökur á augnabliki.

Þessi aðferð hefur verið vinsæl á undanförnum misserum. Áferðin verður ekki sú sama og þegar bakað er í hefðbundnum bökunarofni, en þessi uppskrift hentar mjög vel fyrir annasama einstaklinga sem eiga örbylgjuofn.

Hráefni í eina böku sem dugar fyrir einn eða tvo:

3 msk hveiti

2 msk Púðursykur

Örlítið af kanil

1/2 egg (hrært)

2 msk rifin epli

1 msk mjólk

1 msk olía

Aðferð:

Setjið þurrefnin í stóran kaffibolla og blandið saman með gaffli. Bætið síðan egginu samna við og restinni af hráefnunum. Blandið vel saman og passið að það sé ekki þurrt hveiti á botninum á bollanum og setjið plastfilmu yfir bollan. Setjið í örbylgjuofn og bakið í um 2 mínútur. Það fer eftir styrkleika örbylgjuofnsins hversu lengi þarf að baka bökuna. Gott er að byrja á 1 og 1/2 mínútu og bæta síðan við 15 sekúndum,eins og við á.

Þegar bakan er tilbúin er gott að láta hana standa í eina mínútu. Farið síðan með hníf með fram innanverðum bollanum og setjið bökuna á disk. Það er líka flott að borða hana beint úr bollanum.

Stráið smá kanil-sykurblöndu yfir í lokin. Gott er að bera fram ís með þessari eplaböku og gott kaffi eða heitt súkkulaði fyrir ofur-sælkera.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Matur
Fyrir 9 klukkutímum
Eplabaka á fimm mínútum

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 1 viku

Veislupottréttur með kjúklingi, eggaldin og beikoni

Veislupottréttur með kjúklingi, eggaldin og beikoni
Matur
Fyrir 1 viku

Kjúklingabaunir í basil kókossósu

Kjúklingabaunir í basil kókossósu
Matur
Fyrir 2 vikum

Lúxus súkkulaðikaka með söxuðu súkkulaði & hnetusmjörskremi

Lúxus súkkulaðikaka með söxuðu súkkulaði & hnetusmjörskremi
Matur
Fyrir 2 vikum

Dásamleg ofnbökuð taco ídýfa með nautahakki, svörtum baunum og cheddar

Dásamleg ofnbökuð taco ídýfa með nautahakki, svörtum baunum og cheddar
Matur
Fyrir 3 vikum

Heit súkkulaðibaka með karamellukremi, karamellukurli og vanilluís

Heit súkkulaðibaka með karamellukremi, karamellukurli og vanilluís
Matur
Fyrir 3 vikum

Þess vegna finna sumir sápubragð af kóríander

Þess vegna finna sumir sápubragð af kóríander