fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Matur

Taco tómatar sem bjarga kvöldinu – Uppskrift

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 13. ágúst 2019 13:30

Dásamlegir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þó það geti verið gaman að dunda sér í eldhúsinu er maður kannski ekki alltaf til í það. Hér er á ferð einstaklega einföld uppskrift af vefnum Delish sem má nota sem kvöldmat eða meðlæti með einhverju öðru.

Taco tómatar

Hráefni:

1 msk. ólífuolía
340 g nautahakk
1 meðalstór laukur, saxaður
1 pakki taco kryddblanda
4 stórir tómatar
½ bolli rifinn ostur að eigin vali
½ bolli rifið iceberg-kál
¼ bolli sýrður rjómi

Aðferð:

Hitið olíuna í pönnu yfir meðalhita. Bætið lauk saman við og eldið í um fimm mínútur, eða þar til laukurinn er mjúkur. Bætið hakki og taco kryddblöndu saman við og eldið þar til kjötið er ekki lengur bleikt, eða í um 8 mínútur. Snúið tómötunum þannig að toppurinn á þeim (þar sem tómaturinn hefur verið fastur við stilkinn) snúi niður. Skerið varlega í tómatinn til að búa til 6 báta en passið að skera ekki alveg í gegn. Takið bátana síðan varlega í sundur. Deilið hakkblöndunni á milli tómatanna og toppið með osti, káli og sýrðum rjóma áður en þeir eru bornir fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa