Laugardagur 22.febrúar 2020
Matur

10 hlutir sem þú vissir ekki um Coca-Cola

Fókus
Laugardaginn 15. júní 2019 10:30

Heimsfrægur drykkur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Coca-Cola, eða kók eins og Íslendingar kalla þennan kolsvarta og sykursæta drykk, er án efa eitt þekktasta vörumerki í heimi og í raun skilur nær öll heimsbyggðin frasann Coca-Cola, þrátt fyrir þá tungumálaörðugleika sem geta komið upp þegar ferðast er á milli landa. Hér eru hins vegar tíu hlutir sem þú hugsanlega vissir ekki um þennan vinsæla gosdrykk.

Kom í staðinn fyrir morfín

Ofurstinn John Pemberton særðist í borgarstríðinu í Bandaríkjunum á árunum 1861 til 1865 og þróaði í kjölfarið með sér morfínfíkn. Hann leitaði logandi ljósi að staðgengli morfíns sem innihélt ekki ópíum og þróaði frumgerðina af Coca-Cola í apóteki sínu í Georgíu.

John Pemberton.

Kókaín og koffín

Nafnið Coca-Cola er dregið af tveimur aðalhráefnum drykkjarins; annars vegar kókalaufinu og hins vegar kólahnetunni. Þykkni úr kókalaufinu var kókaín og koffínið kom úr kólahnetunni.

Bændur með birgðir af kólahneturnar.

Upprunalega áfengur drykkur

Upprunaleg uppskrift að Coca-Cola frá árinu 1885, sem kom úr smiðju fyrrnefnds John Pemberton, innihélt alkóhól. Sú hugmynd að blanda kókaíni við vín fæddist fyrst í Frakklandi í kringum árið 1860 og átti sá drykkur marga aðdáendur, þar á meðal Viktoríu drottningu, Thomas Edison og Ulysses S. Grant.

9 milligrömm af kókaíni

Áfengið var tekið úr Coca-Cola árið 1886 og þá stóð kókaínið og koffínið eftir. Áætlað var að hvert glas af Coca-Cole innihéldi níu milligrömm af kókaíni, en í samanburði er um fimmtíu milligrömm af efninu í einni „línu“. Hafist var handa við að minnka magn kókaíns í Coca-Cola jafnt og þétt árið 1903.

Kókaín.

Uppskriftin er kyrfilega falin

Nákvæm uppskrift að Coca-Cola er læst í hvelfingu í Atlanta og vita aðeins tveir starfsmenn um hvernig hún nákvæmlega er. Þeir mega aldrei ferðast saman. Alveg satt!

Nóg til af gömlum uppskriftum

Þó að uppskriftin sem er notuð í dag sé læst í hveflingu er til fjöldinn allur af gömlum Coca-Cola uppskriftum. Það virðist vera sameiginlegur þráður í þeim öllum, ef litið er til hráefna, en gamlar uppskriftir að drykknum segja til að mynda um að nota eigið appelsínur, kanil, sítrónur, kóríander, múskat, súraldin og vanillu til að búa til Coca-Cola.

Sama verð í áratugi

Þótt ótrúlegt megi virðast kostaði flaska af Coca-Cola það sama í Bandaríkjunum allt frá árinu 1886 til ársins 1959 – heil fimm sent á flösku.

Fimm sent á flösku.

Dósirnar mæta til leiks

Frumgerð að Coca-Cola í dósum byrjaði í þróun árið 1955 og leit dagsins ljós á almennum markaði árið 1960. Það er ekki lengra síðan, en fyrstu týpurnar af dósunum er mjög fágætar og verðmætar.

Gamla, góða Tab

Fyrsti sykurlausi drykkurinn frá Coca-Cola var ekki Diet Coke, þó margir vilji halda því fram. Það var nefnilega Tab, en sá ástsæli drykkur kom á markað árið 1963. Ástæðan fyrir því að nafn drykksins innihélt ekki nafnið Coca-Cola var einfaldlega sú að forsvarsmenn Coca-Cola vildu ekki framleiða sykurlausan drykk undir því nafni. Þegar þeir hins vegar sáu hve miklar vinsældir Diet Pepsi urðu á sjöunda áratug síðustu aldar ákváðu þeir að setja Diet Coke á markað árið 1982.

Margir muna eftir Tab.

Fyrsti drykkurinn í geimnum

Coca-Cola var fyrsti gosdrykkurinn sem var drukkinn úti í geim þegar geimfarar í Challenger drukku afbrigði af Coca-Cola, sem heitir New Coke, árið 1985. Sex árum síðar var hefðbundið Coca-Cola sent út í geim. Þá var Diet Coke fyrsti sykurlausi gosdrykkurinn til að vera drukkinn út í geim árið 1995 af geimförunum í skutlunni Discovery.

Ground Control to Major Tom…
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 vikum

Stærstu matarskandalar Íslands: „HÆTTU AÐ VERA MEÐ TUSSUFÝLUSTÆLA“ – „Ég get ekki lesið hugsanir þínar“

Stærstu matarskandalar Íslands: „HÆTTU AÐ VERA MEÐ TUSSUFÝLUSTÆLA“ – „Ég get ekki lesið hugsanir þínar“
Matur
Fyrir 2 vikum

Útlendingar prófa íslenska pylsu í fyrsta sinn: „Ekki það sem við bjuggumst við!“

Útlendingar prófa íslenska pylsu í fyrsta sinn: „Ekki það sem við bjuggumst við!“
Matur
Fyrir 2 vikum

Umdeildi Foodco-samruninn samþykktur

Umdeildi Foodco-samruninn samþykktur
Matur
Fyrir 3 vikum

Fisksalar sameinast og breyta febrúar í „fisk-búar“: „Það eina sem landsmenn þurfa að gera er að borða fisk“

Fisksalar sameinast og breyta febrúar í „fisk-búar“: „Það eina sem landsmenn þurfa að gera er að borða fisk“
Matur
Fyrir 3 vikum

Grætur nánast af gleði á meðan hann borðar pítsu og köku í fyrsta skipti í ár

Grætur nánast af gleði á meðan hann borðar pítsu og köku í fyrsta skipti í ár
Matur
Fyrir 4 vikum

Greindist með flogaveiki og léttist um 35 kíló á ketó: „Ég fékk aftur þann hluta af mér sem ég týndi“

Greindist með flogaveiki og léttist um 35 kíló á ketó: „Ég fékk aftur þann hluta af mér sem ég týndi“
Matur
Fyrir 4 vikum

Coca Cola ætlar ekki að hætta með plastflöskur og kennir neytendum um

Coca Cola ætlar ekki að hætta með plastflöskur og kennir neytendum um