fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Matur

Það toppar ekkert í heiminum þessa ídýfu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. maí 2019 13:30

Þessi er geggjuð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem elska pítsu ættu að dýrka þessa ídýfu sem er nánast ekki af þessum heimi, svo góð er hún. Uppskriftin kemur upprunalega af vefsíðunni Delish og við bara urðum að deila henni áfram.

Pítsu ídýfa

Hráefni:

340 g beikon, skorið í litla bita
450 g ítölsk pylsa (eða önnur pylsa), skorin í sneiðar
225 g rjómaostur, mjúkur
2 bollar rifinn ostur
1 bolli kotasæla
1 tsk. ítalskt krydd
1/2 tsk. hvítlaukskrydd
1/2 tsk. chili flögur
1 1/2 bolli pítsusósa
1/2 bolli pepperoni sneiðar
1/4 bolli rifinn parmesan ostur
baguette brauð til að bera fram með

Aðferð:

Hitið ofninn í 190°C og takið til eldfast mót. Steikið beikonið í stórri pönnu þar til það er stökkt. Þerrið olíuna með pappírsþurrku. Eldið pylsuna í sömu pönnu og hellið fitunni af. Blandið rjómaosti, 1 bolla af rifnum osti, kotasælu, ítölsku kryddi, hvítlaukskryddi og chili flögum vel saman í skál. Setjið beikon, pylsubita og rjómaostublönduna í pönnuna og hrærið vel. Hellið blöndunni síðan í eldfast mót. Dreifið pítsusósunni yfir og stráið restinni af ostinum yfir. Raðið pepperoni sneiðum yfir ostinn og stráið parmesan ostinum yfir það. Bakið í 20 til 25 mínútur og berið fram með baguette brauði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“