fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Ef þú hendir þunnu lengjunum á banananum ertu að gera stór mistök – Vanmetnasti partur ávaxtarins

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 28. apríl 2019 09:13

Magnaður fróðleikur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það þarf ekki að fjölyrða um kosti þess að borða banana, en þeir sem eru í vafa geta kíkt á þessar 25 magnaðar ástæður til að borða banana. Hins vegar eru færri sem vita af kostum þunnu lengjanna sem prýða bananann og margir sem plokka þær af og henda.

Það eru hins vegar stór mistök því þessar þunnu lengjur eru stútfullar af næringarefnum. Þær heita „phloem bundle“ eða sáldvefjaknippi. Sáldvefi er að finna í flestum, ef ekki öllum, plöntum. Innan þeirra er að finna sáldæðar sem flytja fæðuefni um plöntuna. Þessi sáldvefur í banana er því fullur af næringarefnum, svo sem trefjum, kalíum, A- og B6-vítamíni. Næst þegar þú spáir í að henda lengjunum ættirðu að hugsa þig tvisvar um.

Þessi sáldvefjaknippi geta einnig ákvarðað hvort bananinn er fullþroskaður. Ef að knippið heldur fast í bananann þegar hýðið er tekið af þýðir það að bananinn er ekki fullþroskaður. Þá verður ávöxturinn þurr og bragðminni en ef knippin leka niður þegar að hýðið er tekið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa