fbpx
Mánudagur 26.ágúst 2019  |
Matur

Þessar kökur eru vegan – Þú átt örugglega öll hráefnin í eldhúsinu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 10. apríl 2019 13:00

Virkilega góðar smákökur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við á matarvefnum elskum einfaldar uppskriftir og fundum eina slíka á vefsíðunni Chocolate Covered Katie. Um er að ræða smákökur sem eru vegan, en hráefnin eru ósköp venjuleg og til á mörgum heimilum.

Vegan súkkulaðibitakökur

Hráefni:

1 bolli hveiti
½ tsk. matarsódi
¼ tsk. salt
¼ bolli sykur
¼ bolli púðursykur
1/3 bolli Vegan súkkulaði (til dæmis suðusúkkulaði), saxað
2 msk. jurtamjólk
2 msk. olía
¼ tsk. vanilludropar

Aðferð:

Blandið öllum þurrefnum saman í skál og blandið síðan blautefnunum saman við. Deigið verður þurrt í fyrstu en haldið áfram að hræra þar til deigið verður aðeins blautara. Hægt er að bæta 1 til 2 matskeiðum af mjólk við til viðbótar ef ykkur finnst deigið of þurrt. Blandið súkkulaðibitunum varlega saman við með sleif eða sleikju, klæðið deigið í plastfilmu og kælið í tvo klukkutíma eða frystið í hálftíma. Hitið ofninn í 160°C. Búið til kúlur úr deiginu og raðið þeim á smjörpappírsklædda ofnplötu. Bakið í 11 mínútur og leyfið kökunum að kólna í 10 mínútur án þess að hreyfa við þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Taco tómatar sem bjarga kvöldinu – Uppskrift

Taco tómatar sem bjarga kvöldinu – Uppskrift
Matur
Fyrir 1 viku

Þetta er ástæðan fyrir því að þú skoðar kaffivél áður en þú notar hana

Þetta er ástæðan fyrir því að þú skoðar kaffivél áður en þú notar hana
Matur
Fyrir 2 vikum

Sjö ástæður til þess að borða jarðaber

Sjö ástæður til þess að borða jarðaber
Matur
Fyrir 2 vikum

Klístraðir kanilsnúðar fyrir alla fjölskylduna

Klístraðir kanilsnúðar fyrir alla fjölskylduna