fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Matur

Nafnið er ekki fallegt en rétturinn er æði

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 26. mars 2019 15:00

Dásamlegur réttur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við rákumst á rétt sem heitir einfaldlega ketó krakkkjúklingur á vefsíðunni Delish. Það finnst okkur frekar hræðilegt nafn fyrir svo góðan rétt og ætlum við því að endurskíra hann og kalla hann einfaldlega ketó kjúlli sem engan svíkur.

Ketó kjúlli sem engan svíkur

Hráefni:

1/2 bolli kjúklingasoð
1 msk. þurrkuð steinselja
2 tsk. þurrkað dill
1 tsk. þurrkaður graslaukur
1/2 tsk. laukkrydd
1/4 tsk. hvítlaukskrydd
900 g kjúklingabringur
salt og pipar
450 g rjómaostur, skorinn í bita
2 1/4 bolli rifinn cheddar ostur
8 sneiðar eldað beikon, mulið
ferskur graslaukur, saxaður

Aðferð:

Hellið kjúklingasoði í hægeldunarpott (e. slow cooker / crock pot) og hrærið þurrkaðri steinselju, dilli, graslauk, laukkryddi og hvítlaukskryddi saman við. Setjið helminginn af kjúklingnum og saltið og piprið. Setjið restina af kjúklingnum ofan á og saltið og piprið. Hrærið aðeins í blöndunni og stillið á lágan hita í 6 klukkutíma eða háan hita í 2 klukkutíma. Notið gaffal til að rífa kjúklinginn niður í pottinum. Hrærið rjómaosti og 2 bollum af cheddar osti saman við þar til allt er bráðnað. Skreytið með restinni af cheddar ostinum, beikoni og graslauk áður en þið berið fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“