fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Gerðu þína eigin plöntumjólk – Sex gómsætar uppskriftir

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 11. febrúar 2019 14:30

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Plöntumjólk er frábær kostur fyrir þau sem vilja sneiða hjá kúamjólk eða minnka neyslu hennar. Plöntumjólk, eins og möndlumjólk og kasjúhnetumjólk, er stútfull af hollum og góðum næringarefnum. Allir ættu að geta fundið eina plöntumjólk sem þeir eru hrifnir af, hvort sem það er haframjólk í kaffið eða möndlumjólk í grautinn. Hægt er að versla plöntumjólk í flestum, ef ekki öllum, verslunum hér á landi. Það er einnig afar auðvelt að búa til sína eigin plöntumjólk. Eina sem er nauðsynlegt er blandari. Gott er að eiga mjög fínt sigti eða spírupoka/sigtipoka. Annars er hægt að nota servíettu eða grisju í staðinn.

Sjá einnig: 25 prósent ungs fólks segir skilið við mjólkurvörur

Hér eru sex uppskriftir að gómsætri plöntumjólk fengið frá vefsíðunni simpleveganblog.com.

Mynd/SimpleVeganBlog.com

Möndlumjólk

Möndlumjólk er mjög vinsæll kostur og fullkomin fyrir börn eða fólk sem er að prófa sig áfram með plöntumjólk. Möndlur eru kalsíumríkar, en möndlumjólk inniheldur meira kalsíum en kúamjólk.

Þú getur búið til möndlumjólk með aðeins tveimur hráefnum, möndlum og vatni. En það er mjög gott að bragðbæta hana, til dæmis með döðlum, agave- eða hlynsírópi og vanilludufti.

Hráefni

100 g möndlur

4 döðlur

500 ml vatn

Leiðbeiningar

  1. Leggið möndlurnar í bleyti yfir nótt.
  2. Skolið möndlurnar og setjið í blandara ásamt döðlum og vatni.
  3. Blandið vel og sigtið mjólkina í gegnum mjög fínt sigti, spírupoka eða servíettu.
  4. Geymið möndlumjólkina í lokuðu íláti í ísskápnum í allt að fjóra daga.
Mynd/SimpleVeganBlog.com

Rísmjólk

Hráefni

100 g elduð brún hrísgrjón

500 ml vatn

4 döðlur

Leiðbeiningar

  1. Setjið hrísgrjón, döðlur og vatn í blandara.
  2. Sigtið í gegnum spírupoka eða mjög fínt sigti (ekki nauðsynlegt).
  3. Geymið mjólkina í lokuðu íláti í ísskáp í allt að þrjá til fjóra daga.

Haframjólk

Haframjólk er líklegast auðveldasta og ódýrasta plöntumjólkin til að gera heima. Hafrar innihalda heilan helling af vítamínum, steinefnum og andoxunarefnum. Eins og með möndlumjólkina þarf einungis tvo hráefni, hafra og vatn. En gott er að bæta við einhverjum náttúrulegum sætugjöfum eins og döðlum eða hlynsírópi. Einnig er hægt að bæta við stevíu dropum eða vanilludropum.

Hráefni

100 g hafrar

750 ml – 1 l vatn (fer eftir hversu þykka þið viljið hafa mjólkina. Við mælum með að byrja á að nota 750 ml vatn og bæta svo við ef ykkur finnst þurfa)

Leiðbeiningar

  1. Leggið hafrana í bleyti í allavega 30 mínútur.
  2. Sigtið hafrana og skolið.
  3. Setjið hafrana og vatnið í blandara, bætið við sætugjöfum ef þið viljið.
  4. Sigtið haframjólkina og geymið í lokuðu íláti í ísskápnum í allt að fimm daga.
Sigtið mjólkina í gegnum mjög fínt sigti eða spírupoka/sigtipoka eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Kasjúhnetumjólk

Best er að nota hráar kasjúhnetur, ekki ristaðar né saltaðar. Fyrir þessa gómsætu kasjúhnetumjólk þarf einungis kasjúhnetur og vatn. Kasjúhnetur eru járnríkar en í þeim er einnig að finna magnesíum og sink.

Hráefni

140 g kasjúhnetur

750 ml vatn

Leiðbeiningar

  1. Leggið kasjúhneturnar í bleyti yfir nótt.
  2. Sigtið og skolið kasjúhneturnar.
  3. Setjið kasjúhneturnar í blandara ásamt vatni og blandið vel.
  4. Sigtið mjólkina og setjið í lokað ílát í allt að þrjá daga.
Mynd/SimpleVeganBlog.com

Bananamjólk

Það tekur mjög stutta stund að búa til bananamjólk og er hún best fersk. Hún dugar þó allt að tvo daga í ísskápnum. Bananar eru trefjaríkir og innihalda mikið magn af kalíum.

Hráefni

2 bananar

1 l vatn

4 döðlur

1 tsk vanilludropar

180 g klakar

Leiðbeiningar

  1. Blandið öllum hráefnum saman í blandara.
Mynd/SimpleVeganBlog.com

Kínóamjólk

Kínóa er próteinrík og ljúffeng ofurfæða. Kínóamjólk er fituminni heldur en möndlu- og kasjúhnetumjólk. Ef þið viljið hafa hana þykkari þá getið þið bætt við meira kínóa. Það er einnig mjög gott að bæta við kakódufti.

Hráefni

240 g eldað kínóa

750 ml vatn

4 döðlur

¼ tsk kanill

Leiðbeiningar

  1. Eldið kínóað samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum.
  2. Setjið kínóað og vatnið í blandara og blandið.
  3. Sigtið mjólkina.
  4. Setjið kínóamjólkina aftur í blandarann ásamt döðlum og kanil.
  5. Geymið kínóamjólkina í lokuðu íláti í ísskápnum í allt að fjóra daga.

Maukið sem verður eftir í sigtinu ætti ekki að fara til spillis, enda holl og trefjarík fæða. Geymdu maukið og notaðu í þeytinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa