fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Matur

Þú trúir því ekki að þetta snakk sé ekki búið til úr kartöflum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 19. janúar 2019 19:30

Æðislegt snakk.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er gaman að leika sér í eldhúsinu og útbúa alls kyns snarl og góðgæti. Auðvelt er að búa til kartöfluflögur heima við en þessar flögur eru alls ekki úr kartöflum heldur radísum – og alveg jafn bragðgóðar.

Radísuflögur

Hráefni:

7 meðalstórar radísur
1 msk. grænmetisolía
1/2 tsk. hvítlaukskrydd
salt og pipar
ídýfa

Aðferð:

Hitið ofninn í 110°C. Skerið radísurnar í mjög þunnar og jafnar sneiðar. Hér er gott að nota mandólín ef maður á svoleiðis græju. Setjið allar radísusneiðarnar í stóra skál. Bætið olíu og hvítlaukskryddi saman við og blandið vel. Saltið og piprið og blandið. Raðið flögunum í einfalda röð á stóra ofnplötu sem klædd er með smjörpappír. Bakið þar til flögurnar eru stökkar, eða í klukkustund eða klukkustund og korter. Leyfið þeim að kólna í 5 mínútur og berið síðan fram með ídýfu að eigin vali.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
16.06.2025

ÓX hlýtur græna Michelin stjörnu – Hosiló bætist við staði sem Michelin mælir með

ÓX hlýtur græna Michelin stjörnu – Hosiló bætist við staði sem Michelin mælir með
Matur
15.06.2025

Þess vegna má ekki skola hráan kjúkling

Þess vegna má ekki skola hráan kjúkling
Matur
18.04.2025

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa
Matur
17.04.2025

Rjómaostakúla með pekan og trönuberjum

Rjómaostakúla með pekan og trönuberjum
Matur
19.01.2025

Draumabitar Láru

Draumabitar Láru
Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
13.11.2024

Brauðtertunni fagnað með Íslandsmótsverðlaunahöfum og veglegri uppskriftabók

Brauðtertunni fagnað með Íslandsmótsverðlaunahöfum og veglegri uppskriftabók
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“