fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Matur

Guðdómlegir kjúklingavængir sem enginn stenst

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 17. janúar 2019 14:00

Betra en á veitingastað.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er á ferð uppskrift að stökkum og bragðmiklum kjúklingavængjum sem erfitt er að standast. Tilvalið snarl um helgina, eða bara hvenær sem er.

Guðdómlegir kjúklingavængir

Hráefni:

900 g kjúklingavængir
2 msk. ólífuolía
salt og pipar
1 tsk. hvítlaukskrydd
¼ bolli hot sauce
4 msk. smjör
2 msk. hunang
Ranch-sósa, til að bera fram með
niðurskornar gulrætur, til að bera fram með
niðurskorið sellerí, til að bera fram með

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°C. Setjið vængina í stóra skál og blandið olíu saman við. Blandið vel og kryddið með salti, pipar og hvítlaukskryddi. Raðið vængjunum á smjörpappírsklædda ofnplötu og bakið í 50 til 60 mínútur, er það til skinnið er stökkt. Gott er að snúa vængjunum þegar að tíminn er hálfnaður. Blandið hot sauce og hunangi saman í litlum potti. Náið upp suðu og blandið síðan smjörinu saman við. Látið malla í um 2 mínútur. Setjið eldaða vængina aftur í skálina og blandið hunangssósunni saman við. Stillið á grillstillingu í ofninum og grillið vængina í um 3 mínútur. Berið fram með Ranch-sósu og grænmeti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
18.04.2025

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa
Matur
17.04.2025

Rjómaostakúla með pekan og trönuberjum

Rjómaostakúla með pekan og trönuberjum
Matur
05.02.2025

„Það vantar meiri kærleik!“

„Það vantar meiri kærleik!“
Matur
23.01.2025

Nýr bóndadagsís frá Skúbb í samstarfi við Helvítis Kokkinn

Nýr bóndadagsís frá Skúbb í samstarfi við Helvítis Kokkinn
Matur
13.11.2024

Brauðtertunni fagnað með Íslandsmótsverðlaunahöfum og veglegri uppskriftabók

Brauðtertunni fagnað með Íslandsmótsverðlaunahöfum og veglegri uppskriftabók
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins